Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Vera Weber situr Trymbil vom Heuberg sem er á leið til Tansaníu.
Vera Weber situr Trymbil vom Heuberg sem er á leið til Tansaníu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. febrúar 2025

Íslenskur hestur fer til Afríku

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Í mars á þessu ári verður fyrsta íslenska hestinum flogið til Tansaníu. Ekki er vitað til þess að hestur af íslensku kyni hafi áður farið til Afríku.

Vera Weber býr í Sviss og stundar þar hestamennsku. Síðasta sumar fékk hún í heimsókn til sín konu að nafni Saskia Rechsteiner sem féll algjörlega fyrir íslenska hestinum. Saskia býr ásamt fjölskyldu sinni í Tansaníu, í þjóðgarði mjög nærri Kilimanjaro, og er þar með stóran búgarð í um 800 m hæð yfir sjávarmáli. Saskia hafði mikinn áhuga á að fá að kaupa íslenska hesta og flytja þá til Tansaníu eftir að hafa prófað þá hjá Veru.

„Ég var örlítið skeptísk á það í upphafi, en ég þekkti ekki aðstæður þar í landi og var því óviss um hvort þær hentuðu íslenskum hestum. Saskia bauð mér til Tansaníu þar sem ég dvaldi í mánuð og eftir það varð ég fullviss um að íslenski hesturinn gæti vel þrifist á þessum framandi slóðum. Saskia og fjölskylda hennar eru nú þegar með hesta af öðrum kynjum og bjóða meðal annars upp á útreiðartúra fyrir ferðamenn í mjög fallegu landslagi,“ segir Vera en markmiðið er að flytja einn gelding til þeirra í mars á þessu ári.

Þá er vetur í Tansaníu og hitastigið í kringum fimmtán gráður en Vera telur það vera heppilegar aðstæður fyrir íslenskan hest. Ef allt gengur vel er stefnan að flytja fleiri íslensk hross til Tansaníu.

Samkvæmt Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestsins, eru rúmlega 300.000 íslensk hross skráð í yfir tuttugu löndum heimsins í þremur heimsálfum. Sú fjórða bætist nú við.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...