Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Matarmarkaði Búrsins í mars í fyrra.
Frá Matarmarkaði Búrsins í mars í fyrra.
Mynd / smh
Fréttir 15. mars 2017

Íslenskum gulrótum hampað á Matarmarkaði Búrsins

Höfundur: smh
Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.–19. mars næstkomandi, en markaðurinn hefur verið haldinn í meira en tíu skipti og fest sig vel í sessi meðal íslenskra matgæðinga. Þar er jafnan að finna það frambærilegasta hverju sinni í íslenskri smáframleiðslu matvæla.
 
Að sögn Hlédísar Sveinsdóttur, sem heldur utan um markaðinn ásamt Eirnýju Sigurðardóttur í ostaversluninni Búrinu, verður markaðurinn hefðbundinn í þeim skilningi að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er sætt eða súrt, grænmeti eða kjöt, gróft eða fínt. 
 
Gulrótinni hampað
 
„Svo eru alltaf nýir aðilar á hverjum markaði sem bætast í matarmarkaðs-fjölskylduna; í þetta sinn koma sex nýir inn. Má þar nefna engiferpasta, súkkulaði úr kakóbaunum frá Tansaníu skreytt lituðu kakósmjöri, ljúffengir lambabitar úr Breiðdal, hráfæði úr Eyjafirði og kartöflusnakk.
 
Okkur langar að gera gulrótinni sérstaklega hátt undir höfði. Það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé slegist um hverju einustu gulu rót sem upp kemur úr íslenski mold. Þær eru svo sætar og safaríkar þessar elskur, það er því miður ekki hægt að segja það um allar þær gulrætur sem hér eru í boði á stórmörkuðum. 
 
Mig langar að nota tækifærið og biðla til fólks, neytenda sem halda að þeir borði ekki gulrætur, að prófa að smakka aftur – og vera þá vissir um að fersk íslensk gulrót verði fyrir valinu. Ég er hrædd um að þeir sem smakki innfluttar gulrætur muni telja sig ekki borða gulrætur, sem væri algjör synd því þær eru afskaplega heilnæmar,“ segir Hlédís.  
 
Hún segir að það sé gaman að staðfesta að Gísli Matthías Auðunsson, eigandi veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum, ætli að elda smárétti úr gulrótinni í Hörpu. Þannig vilji hann heiðra hana sérstaklega sem úrvals hráefni. 
 
„Framleiðendur eru líka duglegir að koma með nýjungar, þátttakendur sem hafa oft verið með áður en koma reglulega með nýjar vörur. Þetta er svo fínn vettvangur til að eiga samræðu við neytendur, gefa smakk og fá þeirra viðbrögð – það er mikilvægt í vöruþróun. Lava cheese kemur með alveg nýtt og áður óþekkt bragð og fleira mætti telja,“ segir Hlédís.
 
 
Pub Quiz um mat og drykk
 
„Svo er gaman að segja frá því að Ólafur Örn Ólafsson þáttarstjórnandi í sjónvarpsþáttunum Það er kominn matur – og auðvitað matgæðingur með meiru – ætlar að halda Pub Quiz spurningarkeppni í samstarfi við Matarmarkað Búrsins og Ölgerðina. 
 
Pub Quiz er á dagskrá klukkan 17.17, laugardaginn 18. mars inn af Smurstöðinni. Þar verður bara spurt um mat og drykk, enda það eina sem þarf að vita,“ segir Hlédís. 
 
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir í ostaversluninni Búrinu á Grandagarði í Reykjavík. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f