Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Við undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Ji Xia, starfsmaður Eimverks í Kína, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, Wanshun Zhang, framkvæmdastjóri Poly Group Co Ltd. og Qinghai Kong, framkvæmdarstjóri Poly Liquor Company Ltd.
Við undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Ji Xia, starfsmaður Eimverks í Kína, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, Wanshun Zhang, framkvæmdastjóri Poly Group Co Ltd. og Qinghai Kong, framkvæmdarstjóri Poly Liquor Company Ltd.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. desember 2022

Íslenskt viskí í sókn í Kína

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eimverk Distillery, framleiðandi Flóka viskí, skrifaði nýlega undir stóran samning við kínverska ríkisfyrirtækið China Poly Group um sölu á Flóka þar í landi.

Samningurinn var undirritaður á stórsýningunni China International Import Expo (CIIE) í Sjanghæ. Eimverk hefur verið þátttakandi ásamt fjölda íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. Flóki er fyrsta og enn þá eina íslenska viskíið á markaði í dag og hefur verið í stöðugri sókn á erlendum mörkuðum. Flóki er nú fluttur út til yfir tuttugu landa.

„Við erum afar ánægð með þennan samning, við höfum unnið að markaðssetningu í Kína frá 2019 og þetta er spennandi þróun. Poly Group fékk fyrstu prufusendingu frá okkur fyrr á þessu ári og seldist hún hratt upp,“ segir Haraldur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks. Samningurinn er í takt við áform félagsins um kraftmikla markaðssókn og stækkun framleiðslugetu allt að tífalt á næstu tíu árum.

„Það er okkar markmið að koma Íslandi á kortið í viskíheiminum, hér eigum við nægt bygg, frábært vatn og græna orku,“ segir Sigrún Barðadóttir, stjórnarformaður Eimverks.

Eimverk nýtur þess í dag að hafa fengið styrk frá Matvælasjóði til að styrkja markaðsstarf erlendis verulega og hefur að auki fengið aðstoð frá viðskiptafulltrúum sendiráða Íslands á erlendri grundu. Eimverk var stofnað 2009 með áherslu á að framleiða Flóka viskí úr íslensku byggi. Fyrirtækið er til húsa við Lyngás 13 í Garðabæ.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...