Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskt timbur, já takk!
Skoðun 6. janúar 2022

Íslenskt timbur, já takk!

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson, búgreinadeild skógarbænda, Bændasamtök Íslands

Íslenskt timbur er gott timbur. Það er sjálfbært, vistvænt og vel vaxið. Í þjóðskógum Skógræktarinnar og í skógum skógræktarfélaga víða um land vex digurt úrvals timbur.

Mörgum kemur á óvart að svo sé, en þegar horft er á málin með raunsæi nútímans en ekki örvæntingarstuðli frumkvöðlanna má glöggt sjá að inni í víðfeðmum skógum landsins vaxa úrvals trjábolir á pari við viðarvöxt hjá samanburðarlöndunum víðfrægu; Skandinavíu, Rússlandi og Norður-Ameríku.  Síðustu þrjá áratugi hafa bændur á bújörðum einnig tekið sig til við að rækta skóg og hefur flatarmál nytjaskóga aukist með hverri gróðursettri plöntu.

Þekking og reynsla hefur vaxið einnig. Skilningur ræktenda á mikilvægi skógarumhirðu, svo sem tvítoppaklippingu, uppkvistun og millibilsjöfnun, mun skila sér í enn betri viði en hingað til og þá er nú mikið sagt. Gjöfula skóga má rækta víða um land og þannig leggjum við upp með timburöryggi þjóðar inn í framtíðina.

Bændasamtökin, ásamt fyrr­nefndum hagsmunaaðilum og fleiri velunnurum nytja­skógræktar, eru um þessar mundir að hefja samstarf um að koma timbrinu okkar betur til neytenda, enda tími til kominn. Þegar innflutningstölur á timbri eru skoðaðar má sjá að Íslendingar eru stórneytendur timburs af öllum gerðum. Það styttist í að hægt verði að bjóða heimaræktað timbur sem er samþykkt og samkeppnishæft við það innflutta. Það mun skila tekjum til bænda og annarra skógræktenda. Ætlunin er að bjóða íslenskt loftslagsvænt timbur á markað jafnt og þétt og koma þannig til móts við kröfur þeirra sem óska Jörðinni farsældar um ókomna tíð. Bændasamtökin sjá tækifærin í skógrækt, sérð þú skóginn fyrir trjánum?

Hlynur Gauti Sigurðsson,
búgreinadeild skógarbænda, Bændasamtök Íslands.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f