Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskt staðfest – Upprunamerki fyrir íslensk matvæli og blóm
Fréttir 14. mars 2022

Íslenskt staðfest – Upprunamerki fyrir íslensk matvæli og blóm

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afhjúpaði í dag nýtt íslenskt upprunamerki fyrir matvörur og blóm við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Hnoss í Hörpu.

 

Tilgangur merkisins er að auka sýnileika og markaðshlutdeild íslenskra afurða, tengja neytendur betur við frumframleiðendur og fræða þá um kosti íslenskra matvæla og verslunar.

 

Hafliði Halldórsson, sérfræðingur BÍ, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ við afhjúpum merkisins

Upprunamerki fyrir matvæli og blóm

Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Merkið mun auðvelda neytendum að velja íslenskt, en til að mega nota merkið þurfa framleiðendur að ábyrgjast að hráefni sé íslenskt og framleiðsla hafi farið fram á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt. Allt að 25% innihalds í blönduðum/unnum matvörum má vera innflutt. 

 

Svar við óskum neytenda

Könnun sem Gallup gerði fyrir fyrir Icelandic Lamb fyrir nokkrum árum kom skýrt fram að neytendur vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru og betri upprunamerkingar og að yfirgnæfandi meirihluti vill velja íslenskt,

  • Tæp 90% svarenda telja upprunamerkingar mikilvægar.
  • Um 20% svarenda hafa upplifað að hafaverið blekkt við innkaup hvað varðar uppruna matvöru.
  • Rúm 70% neytenda segjast óánægðir með að erlendar kjötafurðir séu seldar undir íslenskum vörumerkjum.
  • 63% svarenda óska þess að innlendar matvörur verði upprunamerktar.
  • Ríflega 80% neytenda kjósa íslenskar vörur í verslunum sé þess kostur.

 

BÍ á og rekur merkið

Bændasamtök Íslands eiga og reka merkið sem byggir á áratugareynslu af notkun sambærilegra merkja á Norðurlöndunum. Stofnun merkisins er afrakstur áralangs samtals hagaðila og opinberra aðila á innlendum matvörumarkaði. Til hamingju með daginn neytendur.

Vottunarstofan Sýni sér um úttektir hjá þeim fyrirtækjum sem kjósa að nota merkið. Enginn má nota merkið nema hafa til þess leyfi sem sótt er um sérstaklega, gangast undir staðal merkisins og uppfylla opinberar kröfur til sinnar starfsemi. 

 

Markmið merkisins

  • Auka sýnileika og markaðshlutdeild íslenskra afurða.
  • Stuðla að því að íslenskar vörur rati á borð neytenda.
  • Tengja neytendur betur við frumframleiðendur og auka verðmæti innlendra afurða.
  • Fræða neytendur um kosti íslenskra matvæla og verslunar.
  • Festa merkið í sessi sem óumdeilt gæðamerki sem má treysta.

 

Nánari upplýsingar um merkið má finna á stadfest.is 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...