Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pokarnir frá Happ í helgi hafa slegið í gegn á aðventunni en í þeim leynast óvæntir glaðningar, allt íslenskar vörur, sem keyrðar eru heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu og því tilvalið að koma ástvinum og í raun hverjum sem er á óvart. Sjá nánar á happihelgi.is.
Pokarnir frá Happ í helgi hafa slegið í gegn á aðventunni en í þeim leynast óvæntir glaðningar, allt íslenskar vörur, sem keyrðar eru heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu og því tilvalið að koma ástvinum og í raun hverjum sem er á óvart. Sjá nánar á happihelgi.is.
Fréttir 4. janúar 2021

Íslenskt og óvænt í hverjum poka

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Eins og flestir vita hefur íslenska ferðaþjónustan og tengdar greinar þurft að þola þungt högg vegna heimsfaraldurs COVID-19. Íslenska vörumerkið Surpriceland var frekar nýtt af nálinni þegar faraldurinn skall á með sínum þunga, en fyrirtækið seldi sérstaka nammikassa til ferðamanna þar sem má segja að ferðamenn keyptu íslenskt nammi blindandi. Tilgangur kassanna var að koma á óvart með nammi og vöktu þeir mikla lukku í minjagripaverslunum áður en skellt var í lás.

„Þegar skellt var í lás voru góð ráð dýr. Við vissum að við vorum með eitthvað skemmtilegt í höndunum, enda elskum við að koma fólki á óvart. Í miðjum heimsfaraldri ákváðum við að snúa vörn í sókn og snúa hugmyndinni á bak við Surpriceland yfir á Íslendinga og víkka hana aðeins út. Úr því fæddist Happ í helgi þar sem eingöngu eru íslenskar vörur í hverjum poka,“ útskýrir Guðmundur R. Einarsson, einn af stofnendum Surpriceland.

Vinsælir drellar á aðventunni

Undir vörumerkinu Happ í helgi er að finna tvær vörur, gjafapoka í tveimur stærðum sem hafa að geyma alls kyns sætindi. Kaupandinn hefur ekki hugmynd um hvaða sætindi pokinn hefur að geyma og því kemur innihaldið rækilega á óvart. 

„Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að fólk getur kannski uppgötvað eitthvað nýtt í staðinn fyrir að fara alltaf í sama nammifarið. En auk þess hafa pokarnir frá Happ í helgi að geyma alls kyns aðra glaðninga sem hafa þann eina tilgang að gera helgina ógleymanlega og óvænta. Í öllum pokum til jóla fylgja einstaklega veglegir glaðningar; allt frá 25 þúsund króna gjafabréfum í Nettó og kaffivélum frá Nespresso til kaffis og kruðerís frá Bakarameistaranum og ógleymanlegrar lífsreynslu í Fly Over Iceland,“ segir Guðmundur og bætir við:

„Ekki skemmir fyrir að pokarnir frá Happ í helgi hafa hlotið það þjóðlega nafn drellir, en það er hið upprunalega íslenska orð yfir poka, þó það hafi haft ýmsa aðra merkingu hér áður fyrr. Fyrsti drellirinn seldist í gegnum vefsíðu Happ í helgi seinnipart sumars en síðan þá hafa fjölmargir Íslendingar látið koma sér á óvart. Nú, eða vakið undrun og gleði í brjóstum þeirra sem þeir elska. Drellarnir frá Happ í helgi hafa verið sérstaklega vinsælir á aðventunni og greinilegt að pokarnir eru komnir til að vera. Og hver veit, kannski fara drellarnir í enn frekari þróun á nýju ári, með tilheyrandi fjölgun á óvæntum uppákomum.“

Anna Alexía Guðmundsdóttir tekur kampakát á móti poka frá Happ í helgi sem
hafði að geyma óvænta glaðninga.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f