Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sigurður Haraldsson, eigandi Pylsumeistarans, hefur einsett sér að nota alfarið íslenskt kjöt í sína framleiðslu. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið titilinn Kjötmeistari Íslands.  Mynd / ál
Sigurður Haraldsson, eigandi Pylsumeistarans, hefur einsett sér að nota alfarið íslenskt kjöt í sína framleiðslu. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið titilinn Kjötmeistari Íslands. Mynd / ál
Mynd / Ástvaldur Lárusson
Fréttir 29. september 2025

Íslenskt nautakjöt illfáanlegt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

„Ef ég fæ ekki íslenskt kjöt þá er það ekki til í búðinni hjá mér,“ segir Sigurður. Hann segir að frekar myndi hann hætta starfsemi en að selja innflutt kjöt. Að auki við nautakjöt notar Sigurður mikið svína-, lamba- og ærkjöt. „Ég hef ekki átt til nautahakk, hamborgara og bollur af því að ég fékk ekki íslenskt nautakjöt – og þá er það bara svoleiðis!,“ segir hann. Sigurður rekur verslunina Pylsumeistarann að Laugalæk í Reykjavík og er með kjötvinnslu í Kópavogi. Hann framleiðir fjölbreytt úrval af pylsum og öðrum kjötvörum.

„Svo virðist vera sem að það séu svo fáir eftir sem að slátra nautakjöti eftir þessi nýju búvörulög að þeir einoka markaðinn. Eins og ég sé þetta taka þeir nautakjötið fyrir sig og selja sjálfir. Áður fékk ég alltaf nautakjöt án vandræða í gegnum B. Jensen sem er núna orðið hluti af KS.“ Nýverið keypti Sigurður heilan nautgrip í gegnum Sláturhús Vesturlands í Brákarey, en vanalega kaupir hann úrbeinað kjöt frá stærri afurðastöðvum. „En ég fékk ekki hakkefni, þannig að ég þurfti að kaupa heilan grip,“ segir Sigurður.

„Við verðum að átta okkur á því að nautakjöt er lúxusvara. Bændur sem eru að rækta naut verða að fá borgað samkvæmt því. Það vill enginn vinna frítt og bændur eiga ekki að þurfa að gefast upp á að vera með búskap. Við verðum að passa bændurna okkar. Ef það kemur eitthvað ástand upp á í heiminum skipta Íslendingar engu máli. Að bændur skuli þurfa að vinna aðra vinnu með búskapnum til að lifa af er alveg hræðilegt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f