Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Íslenskt lambakjöt í fyrsta sinn markaðssett til erlenda ferðamanna í matvöruverslunum
Fréttir 13. september 2017

Íslenskt lambakjöt í fyrsta sinn markaðssett til erlenda ferðamanna í matvöruverslunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í kjölfar mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna á Íslandi hefur þörfin fyrir aðgengilegri framsetningu á íslensku lambakjöti í verslunum verið aðkallandi. Í samvinnu við Krónuna, Kjarval og Norðlenska hefur Icelandic lamb nú brugðist við og kynnir nýja vörulínu. Ætlunin er að ná til þeirra ferðamanna sem kjósa að elda sjálfir í stað þess að borða á veitingastöðum.

• Allar pakkningar eru með enskum texta. 
• Upplýsingar um eldunartíma eru áberandi á hverjum pakka.
• Á hverjum pakka er að finna einfalda og fljótlega uppskrift.
• Flestar pakkningarnar eru ætlaðar fyrir einn. (um 200 gr)
• Nýja vörulínan verður á boðstólum í öllum verslunum Krónunnar og Kjarvals
• Til að byrja með fara fimm nýjar afurðir í verslanir. Allar eru unnar úr lærum. 
• Vöruhönnunin er afrakstur samstarfs Icelandic Lamb, kokka og kjötiðnaðarmanna.

Þetta er í fyrsta sinn sem lambakjöt er markaðssett sérstaklega til erlendra ferðamenna með heilstæðum hætti. Öflug kynning á samfélagsmiðlum er þegar farin af stað og litlum uppskriftabæklingum á ensku og íslensku verður dreift á útsölustöðum. Þetta er tilraunaverkefni en erlendir kaupendur hafa sýnt því áhuga að dreifa vörulínunni til sælkeraverslana í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu allt árið um kring.

Nýja vörulínan er hluti af verkefni Icelandic Lamb sem miðar að því að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum og auka vöruval og verðmæti lambakjöts. Icelandic Lamb er nú þegar í samstarfi við um 100 veitingastaði sem setja íslensk lambakjöt í öndvegi. Árangurinn hefur verið vonum framar og má m.a. rekja aukna sölu innanlands til aukinnar sölu á lambakjöti til erlendra ferðamanna, segir í fréttatilkynningu frá Icelandic Lamb.

Skylt efni: icelandic lamb | lambakjöt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f