Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, við undirritun bókunar við fríverslunarsamning Íslands og Kína í síðasta mánuði um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, við undirritun bókunar við fríverslunarsamning Íslands og Kína í síðasta mánuði um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti.
Fréttir 23. október 2018

Íslenskt lambakjöt á nú greiðari leið til Kína

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Rúm fimm ár eru liðin síðan skrifað var undir fríverslunar­samning milli Íslands og Kína en sauðfjárhluti hans var loks staðfestur í september. Þá undirrituðu Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, bókun við fríverslunarsamninginn um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti. 
 
Í honum koma fram sérkröfur og skilyrði sem uppfylla þarf varðandi útflutning á lambakjöti til Kína. Matvælastofnun vinnur nú að gerð heilbrigðisvottorða sem byggja á samningnum og þurfa að fylgja hverri sendingu. Reikna má með því að að útflutningur geti hafist innan fárra mánaða. 
 
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb ásamt Yuan Younghui, deildarstjóra innkaupadeildar kínverska risafyrir­tækisins Huahong Group, sem er annar þeirra aðila sem til greina koma sem innflytjandi á íslensku lambakjöti til Kína.
 
Einungis kjöt af riðulausum svæðum
 
Samningurinn er afrakstur nokkurra ára vinnu Matvæla­stofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins, utan­ríkis­ráðu­neytisins Lands­samtaka slátur­leyfishafa og markaðsstofunnar Icelandic Lamb.
Síðasta haust kom hingað sendinefnd frá kínverskum stjórn­völdum sem heim­sótti sláturhús og stofnanir. Mikilvægustu sérkröfur Kínverja varða riðu. Einungis má flytja til Kína kjöt af lömbum sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafnframt eiga sláturhús, kjötpökkunarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum. Þetta þýðir að Fjallalamb verður eina sláturhúsið sem getur flutt út lambakjöt til Kína til að byrja með. 
 
Stærsti markaður í heimi
 
Með samningnum opnast afar stór markaður fyrir íslenskt lambakjöt en enn sem komið er verður hvorki leyfilegt að flytja út ærkjöt né innmat. Kínverjar eru um 1.400 milljónir og borða nærri 5 milljónir tonna af lambakjöti á ári. Markaðsstofan Icelandic Lamb hefur um nokkurt skeið unnið að undirbúningi á sölu á lambakjöti til Kína. Haldnir hafa verið fundir með íslenskum og kínverskum stjórnvöldum og unnin hefur verið ítarleg úttekt á kínverska kjötmarkaðnum.
 
„Við erum í góðum viðræðum við tvo mögulega innflytjendur sem hafa sent fólk hingað,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri og hugmyndasmiður markaðsstofunnar Icelandic Lamb. 
 
Í fyrra var sótt um skráningu á merki Icelandic Lamb í Kína. Merkið er þegar skráð og lögverndað á Íslandi og unnið er að sams konar skráningu um allan heim. Kínversk yfirvöld hafa nú samþykkt umsókn Icelandic Lamb og merkið er nú skráð og verndað í Kína. 
 
„Í þessu felast mikil verðmæti og eins og staðan er núna lítur þetta vel út en við verðum að gæta okkar á því að fara með réttum hætti inn á þennan markað og horfa fyrst og fremst á efstu markaðshilluna,“ segir Svavar.
 
„Ef við stöndum okkur er líklegt að við getum búið til mikilvægan markað í Kína sem getur skilað góðu verði til íslenskra bænda um langa framtíð.“ 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f