Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti
Fréttir 9. mars 2015

Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsvert kynningarstarf hefur verið unnið á íslensku lambakjöti erlendis undanfarnar vikur og mánuði.  Lambakjöt er aftur komið á markað á Spáni og mörg stór tækifæri sem bíða í Kína.

Síðastliðið haust voru 300 tonn af lambakjöti og 40 tonn af ærkjöti flutt til Spánar en markaður þar fyrir íslenskt kjöt hefur verið í ládeyðu frá árinu 2012. Lambakjötið er selt undir merkjum Iceland Lamb og fæst meðal annars í verslunum Carrefour.

Icecorpo var með í bás á Prodexpo-vörusýningunni sem  haldin var í Moskvu 9.–14. febrúar síðastliðinn þar sem lögð var áhersla á að kynna íslenskt lambakjöt ásamt fleiri íslenskum vörum.

Auk þessa var staðið fyrir mikilli kynningu í íslenska sendiráðinu í Moskvu þar sem yfir 60 manns komu og gæddu sér á íslenskum mat sem kokkurinn Friðrik Sigurðsson sá um að matreiða.

Ágúst Andrésson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga segir að þrátt fyrir erfiða tíma í Rússlandi gangi vel að markaðssetja og kynna íslenskar afurðir þar og að Rússar taki þeim ákaflega vel.

Um svipað leyti, 10. febrúar,  fór fram kynning á íslenskum afurðum í Hong Kong. Kynningin var haldin  á Manhattan Grill & Bar og lögð áhersla á dýrari hluta lambsins, auk bleikju, svínakjöts og humarsúpu. 

Ágúst segir að stefnt sé að því að senda út fyrstu sendinguna af þessum vörum til Hong Kong með vorinu og fylgja þeim eftir  með frekari kynningum.

„Ísland getur flutt sínar landbúnaðarafurðir inn á Hong Kong-markað og eru spennandi tækifæri fyrir verðmeiri vörur inn á þann markað. Hvað Kína varðar  eru ókláruð vottorð þannig að fríverslunarsamningur komist að fullu í gagnið og þar bíða okkur mörg og stór tækifæri,“ segir Ágúst.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...