Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Nýjum hveititilraunum var sáð um miðjan ágúst og er það allt farið að spretta. Næsta sumar heldur vöxturinn áfram og verður uppskera að hausti 2026.  Mynd / Aðsend
Nýjum hveititilraunum var sáð um miðjan ágúst og er það allt farið að spretta. Næsta sumar heldur vöxturinn áfram og verður uppskera að hausti 2026. Mynd / Aðsend
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. september 2025

Íslenskt hveiti þróað

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Egill Gunnarsson er umsjónarmaður hveititilrauna fyrir plöntukynbótaverkefnið Völu. Hann var ráðinn þangað fyrr á þessu ári og tók við tilraunum sem voru lagðar út í fyrra. Unnið er með svokölluð vetraryrki sem eru skorin upp að hausti rúmu ári eftir sáningu. Af þeim 1.200 tilraunareitum sem sáð var í lifði hveitið af veturinn í 300, sem Egill segir góðan árangur.

Forfeður íslensk yrkis

„Hver reitur er í kringum þriðjung úr fermetra. Við förum reglulega og svipgerðadæmum ýmsa eiginleika, eins og lifun, þrótt og hæð að hausti. Svo förum við um miðjan vetur og leggjum mat á hvort hveitið lifi veturinn af. Að vori dæmum við aftur lifun og þrótt, mælum hæð og öx, skráum skriðdagsetningar, þroskadagsetningar, skoðum legu og brot. Kornkynbætur eru að miklu leiti eins og að dæma lömbin á haustin,“ segir Egill.

„Við erum að dæma hvað við getum notað áfram sem kynbótaefnivið. Þessar kynbótalínur eru ekki eitthvað sem við ætlum að nota til að rækta hveiti á Íslandi í náinni eða fjarlægðri framtíð, heldur verða þetta forfeður íslensks yrkis,“ segir Egill. Aðspurður segist hann hafa mikla trú á að kynbótaverkefnið muni efla hveitirækt til muna og að eftir nokkur ár geti Íslendingar farið að rækta hveiti á markvissari hátt. Erlend yrki hafa verið notuð hérlendis og hefur það sýnt sig að hægt er að fá góða uppskeru.

Erum mjög háð hveiti

Við getum sagt sem svo að ég sé á sama stað með þetta verkefni og Klemens á Sámsstöðum var í kringum 1960 og Jónatan Hermannsson um 1980, en þá var ekki til neinn innlendur efniviður í byggrækt. Mitt úrlausnarefni er að búa til grunn að íslenskri hveitirækt og núna höfum við miklu meiri þekkingu og tækni en þessir frábæru menn höfðu á sínum tíma. Þeir höfðu ekki DNA greiningar, erfðamengisúrval eða tölfræðiforrit. Stefnan er að eftir tvö til þrjú ár verðum við komin með íslenskar kynbótalínur í hveiti,“ segir Egill.

„Egill bendir á að Íslendingar flytji inn hveiti í miklu magni, bæði til manneldis og sem dýrafóður. Því sé til mikils að vinna að auka hlutfall innlendrar framleiðslu til þess að Íslendingar þurfi ekki að reiða sig alfarið á innflutning. „Við erum algjörlega háð því sem gerist í öðrum löndum og erum ekki með hveitibirgðir svo nokkru nemur. Því erum við viðkvæm fyrir rofi á aðfangakeðjum og öðrum áföllum.“ Þá þýði aukin neysla á hvítu kjöti, hvort sem er á kjúklingi eða svínakjöti, enn meiri þörf á hveiti, því það sé uppstaðan í fóðri þeirra dýra. 

Skylt efni: rannsóknir | hveiti | fréttir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...