Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Íslenskt hráefni með indverskum áhrifum
Matarkrókurinn 10. október 2014

Íslenskt hráefni með indverskum áhrifum

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Víða um lönd er hefð fyrir því að nota ódýrt hráefni með fínni og dýrari hráefnum. Þá verða gjarnan til „verkamannaréttir“ sem verða að uppáhaldsréttum fólks úr öllum stéttum. Þannig mótast matarhefðin í hverju landi fyrir sig – nærtækt er að nefna ítölsku pitsumenninguna eða amerísku hamborgarana.

Hér gerum við indverskt brauð með steik og er það frábær leið til að láta afganga verða að veislu fyrir bragðlaukana. Hægt er að nota hvaða kjöt sem er en það er upplagt að bræða saman ólíkar matarhefðir og gera skemmtilegan og ódýran málsverð.

Ég ætla líka að leggja til uppskrift að mjaðmasteik úr lambi. Lambamjöðm úr læri er bragðgóður vöðvi sem er frábær í eldun, í leirpotti eða í gamla steikarpottinum og þá er gufusteiking málið. Soðið er upplagt í sósuna.

Naan-samloka með Brie-osti, nautasteik og mangó chutney
Hráefni:
1 nautasteik, þunnt skorin í sneiðar
2 stykki Naan brauð (sjá uppskrift)
1 msk. hvítlaukssmjör
4 msk. mangó chutney
4 Brie-ostur, skorinn í sneiðar
Salat að eigin vali
Aðferð
Steikið nautakjötið á snarpheitri pönnu í um 2 mín. á hvorri hlið. Látið hvíla fyrir skurð í nokkrar mínútur.
Pönnusteikið  Naan-brauðið, smyrjið með þunnu lagi af smjöri. Setjið tvær matskeiðar af mangó chutney  á aðra hlið á Naan brauðinu. Svo ostinn og steikina ásamt  salati. Það má gjarnan tína fleira til úr kælinum, t.d. sveppi eða beikon.


Naan-brauð
Hráefni:
150 ml mjólk
10 g sykur (má sleppa)
10 g þurrger
450 g hveiti
3 g salt
5 g lyftiduft
30 g olía
150 g  jógúrt eða ab-mjólk
1 stk. egg
Aðferð
Allt hnoðað saman og látið hefast í 30 mín. Fletjið út í þunnar kökur og steikið á pönnu við háan hita báðum megin. Penslið með hvítlaukssmjöri fyrir framreiðslu.
Lambamjöðm úr læri með indverskum kryddum
Hráefni:
6–800 g lambamjöðm úr læri
2 tsk. ferskt  túrmerik
1/2 tsk. chilikrydd
2 tsk. cumin
3 hvítlauksrif
1 rautt chili (með eða án fræja)
3 cm af ferskri engiferrót, afhýdd og   skorin gróft
Safi úr 1 sítrónu
Maldonsalt eftir smekk
Aðferð
Takið til kryddið og merjið í morteli eða matvinnsluvél.
Nuddið maukinu vel í kjötið, snöggsteikið kjötið á pönnu í stuttan tíma og setjið svo í leirpott (eða ofnpott). Gufusteikið með ögn af vatni í botninum. Steikið í 60–90 mín. eftir smekk. Að lokum er kjötið sett undir grillið og steikt áfram í 15–20 mín til að kjötið fái gulbrúnan lit.
Bætið í pottinn kartöflusmælki og gulrótum rétt áður en kjötið er tilbúið. Setjið lokið á og látið grænmetið gufusjóðast í 20 mín. Bætið svo vorlauk út í til að fá fallegan grænan lit. Framreiðið með sósu að eigin vali eða bara jógúrt með hvítlauk.

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...