Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum
Mynd / MS
Fréttir 23. október 2018

Íslenskir ostadagar á völdum veitingastöðum

Höfundur: Fréttatilkynning frá MS

Íslenskir ostadagar standa yfir dagana 15.-31. október á völdum veitingastöðum hringinn í kringum Ísland. Á dögunum verður fagnað fjölbreytileika íslenskra osta undir nafninu Ostóber. „Osta-matseðlar“ veitingastaðanna eru fjölbreyttir og eru allt milli þess að vera smakk milli rétta til þriggja rétta matseðla þar sem osturinn fær að njóta sín í aðalhlutverki. Þá eru pop-up veitingastaðir á vegum Búrsins og Ostabúðarinnar í mathöllunum á Granda og Hlemmi þar sem ostarnir fá að njóta sín.

Gull Tindur í boði í Hveragerði

Skyrgerðin Hveragerði er einn þeirra veitingastaða sem tekur þátt með þriggja rétta matseðil með ostaréttum. Í aðalréttinn á matseðli Skyrgerðarinnar er notaður nýr ostur sem er óvenjulegur útlits og ber nafnið Gull Tindur. Hann er kringlóttur með svart vax að utan sem gerir hann fallegan á að líta. Gull Tindur er geymdur í ostageymslu mjólkurbús KS í 12-14 mánuði áður en hann fer á markað og fær próteinið í ostinum að kristallast svo líkist salti þegar osturinn er borðaður. Verður spaghetti velt upp úr ostinum við borðið hjá gestum Skyrgerðarinnar sem panta réttinn, flamberað með brandý, ruccola salati, svörtum pipar og ólífuolíu.

Landakort af stöðunum sem eru með í Ostóber.


Starfsfólk pop-up staðs ostabúðarinnar á Hlemmi að skera Gull Tind, osturinn er framleiddur í Skagafirði.


Hægt er að fá ostabakka á Hlemmi með úrvali af ostum og meðlætið er frumlegt, mulið kaffi, hunang, ólívur, bláber og jarðarber.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...