Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Beitarstjórnun með íslenskum hestum á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.
Beitarstjórnun með íslenskum hestum á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.
Mynd / Robert Harson
Utan úr heimi 9. október 2024

Íslenskir hestar bjarga sanddyngjum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Íslenskir hestar leika lykilhlutverk í nýrri beitaráætlun á náttúruverndarsvæði í Lassee í Austurríki.

Á Marchfeld-svæðinu, sem liggur milli Vínar og Bratislava, voru áður stór svæði þakin sanddyngjum. Skógrækt og akurlendi hafa þrengt að sandinum og aðeins örfá svæði standa eftir. Sanddyngjurnar eru heimili einstakrar flóru og dýralífs og má þar finna lífverur sem eru í útrýmingarhættu.

Í bænum Lassee, sem er á Marchfeld-svæðinu, hafa stjórnvöld sett af stað beitaráætlun í samstarfi við sérfræðinga frá verndarsvæðum og náttúruverndardeild Neðra- Austurríkis en verkefnið er fjár- magnað af einkafélaginu Blühendes Österreich - BILLA og Evrópusambandinu (ESB). Svæðin eru meðal annars beitt af íslenskum hestum frá hrossabúgarði sem rekin er af Petru Busam.

„Ef litið er yfir söguna þá voru það stór beitardýr sem færðu líffræðilegan fjölbreytileika til Marchfeld. Eftir að dregið hefur saman í beitarbúskap á svæðinu hafa mörg búsvæði ákveðinna lífvera og tegundir farið forgörðum. Hestabeit hjálpar til við að koma í veg fyrir ofvöxt runna og varðveita þannig fjölbreytileika á svæðinu. Ég er ánægð að geta haft jákvæð áhrif á umhverfið með hrossunum mínum,“ segir Petra.

Samkvæmt Tobias Schernhammer, forstöðumanni verndarsvæðanna, skapar beitin opin svæði á jörðinni og hestaskíturinn tryggir líf fyrir um 500 tegundir af skordýrum. Beitarstjórnunin stuðlar einnig að fjölbreytileika flórunnar. Öfugt við slátt þá hreinsa hrossin eingöngu gras og stuðla þannig að lífvænlegu umhverfi tiltekinna blóma og jurta.

Skylt efni: Sanddyngjur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...