Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Við höfum klippt lárperur af trjánum hér um morguninn og þær verið komnar til Íslands seinnipart sama dags,“ segir Hafsteinn Helgi meðal annars en uppskeruna má finna þessa dagana í Krónunni.
„Við höfum klippt lárperur af trjánum hér um morguninn og þær verið komnar til Íslands seinnipart sama dags,“ segir Hafsteinn Helgi meðal annars en uppskeruna má finna þessa dagana í Krónunni.
Mynd / Aðsend
Fréttir 24. febrúar 2022

Íslenskir ávaxtabændur á Kanaríeyjum senda ferskar lárperur heim

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Um tonn af ferskum lárperum er flutt inn hingað til lands beint frá Kanaríeyjum í viku hverri. Hafsteinn Helgi Halldórsson ávaxtabóndi segir kjörið að efla enn betur tengingar milli eyjaklasans og Íslands, enda njóti bragðlaukar Íslendinga afar góðs af styttri flutningsleiðum á ferskum ávöxtum.

Fersk lárpera (avókadó) frá Kanaríeyjum er nú á boðstólum í verslunum Krónunnar. Innflutn­ingurinn er í höndum Hafsteins Helga og konu hans, Guðrúnar Öglu Egilsdóttur, sem búa hluta árs á eyjunni La Palma. Þar stunda þau lífræna ræktun á tveggja hektara landi sínu og hyggjast framleiða ávexti ætlaða fyrir íslenskan markað.

„Maður vill borða ávexti sem næst upprunastaðnum. Það er mikilvægt fyrir næringargildi og þau gæði sem ávöxturinn hefur upp á að bjóða. Þar sem um miklu styttri vegalengd er að ræða þá eru lárperurnar margfalt bragðbetri. Þau eru smjörmjúk og algjör undantekning á að þau verði svört að innan. Það er svo margt sem á sér stað síðustu viku og dagana í þroskaferli ávaxtanna og því er mikilvægt að þau fái að þroskast á trjánum. Þá myndast góða bragðið sem við sækjumst eftir. Við höfum klippt lárperur af trjánum hér um morguninn og þau verið komin til Íslands seinni part sama dags.“

Ísland sem níunda Kanaríeyjan

Ákveðin loftbrú hefur myndast milli Íslands og Tenerife enda þykir mörgum eftirsóknarvert að dvelja þar syðra, sérstaklega yfir köldustu vetrarmánuðina.

„Við tryggðum okkur smá pláss í reglubundnu farþegaflugi fyrir vörurnar okkar. Meðan verið er að ferja þúsundir manna til og frá Íslandi má um leið efla tenginguna á annan hátt, enda eigum við margt sameiginlegt, s.s. stórbrotna náttúru, svarta sanda og spóana sem spóka sig hérna og heima. Ég segi oft að Ísland sé níunda Kanaríeyjan,“ segir Hafsteinn.

Sjálf eru þau með um 400 lárperutré í ræktun á landinu sínu sem Hafsteini reiknast til að gætu gefið um 20.000 kíló af avókadó á ári. Sandstormur, skógareldar og kunnugt eldgos hefur þó leitt af sér minni uppskeru í ár en vænta mátti svo Hafsteinn og Agla tóku upp á því að safna lárperum frá nágrannabændum sínum og á næstu eyjum til að anna eftirspurn Íslendinga eftir þessum vinsæla ávexti.

Lárperutímabilið spannar í venju­legu árferði frá október til mars og hyggur Hafsteinn á að geta sent um tonn af avókadó á frón vikulega. Þá tekur við sumarvertíðin sem kallar á aðrar afurðir.
„Hér erum við að rækta lífrænt papaya og kanaríska platanó, sem eru litlir og sætir ávextir, skyldir banana, sem verða vonandi komnir í búðir í maí,“ segir Hafsteinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...