Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Uppáklæddar í þjóðbúning, frá vinstri: Elísabet Eðvarð Rafnsdóttir, Eyrún Olsen, Kolbrún Ýr Gísladóttir, Guðlaug Sigmundsdóttir og Valdís Jónsdóttir. Þær eru í upphlut, faldbúningi og peysufötum.
Uppáklæddar í þjóðbúning, frá vinstri: Elísabet Eðvarð Rafnsdóttir, Eyrún Olsen, Kolbrún Ýr Gísladóttir, Guðlaug Sigmundsdóttir og Valdís Jónsdóttir. Þær eru í upphlut, faldbúningi og peysufötum.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 10. október 2025

Íslenski þjóðbúningurinn í öndvegi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það verður sannkölluð menningarveisla á Suðurlandi um miðjan október þegar Þjóðbúningafélag Íslands stendur fyrir hátíðinni „Þjóðbúningar og skart“. Hátíðin fer fram laugardaginn 11. október á Selfossi og sunnudaginn 12. október á Eyrarbakka. Sýndir verða 50 endurgerðir þjóðbúningar.

Á laugardeginum hefst dagskráin klukkan 13.00 í Grænumörk 5 á Selfossi (salur eldri borgara). Þar verður opnuð sýning á 50 endurgerðum íslenskum þjóðbúningum. Einnig verður kynning á fjölbreyttu handverki og í boði verður minjagripasala. Helgi Hermannsson leikur á nikkuna og klukkan 14.00 setur Eyrún Olsen viðburðastjóri hátíðina formlega. Að því loknu mun Margrét Skúladóttir, formaður Þjóðbúningafélags Íslands, kynna starfsemi félagsins. Deginum lýkur með hópmyndatöku klukkan 16.10 af öllum sem mæta í þjóðbúningum.

Fornbílar og skrúðganga á Eyrarbakka

Á sunnudeginum flyst hátíðin yfir á Eyrarbakka þar sem dagskráin hefst klukkan 13.30 í þremur húsum Byggðasafns Árnesinga. Í einu þeirra flytur Almar Grímsson lyfjafræðingur fyrirlestur um undanfarana, sem héldu vestur um haf árið 1870. Að honum loknum verður gengið í skrúðgöngu með fornbílum að Sjóminjasafninu þar sem Lýður Pálsson safnstjóri og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður fjalla um silfursjóð safnsins. Að því loknu verður gengið aftur í Húsið þar sem Linda Ásdísardóttir safnafræðingur býður gesti velkomna á sýninguna „Yfir beljandi fljót“. Hátíðinni lýkur um klukkan 16:00 með myndatöku við Húsið. Strax á eftir verður öllum boðið upp á kaffi og kleinur í boði Þjóðbúningafélags Íslands.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...