Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskar rósir.
Íslenskar rósir.
Á faglegum nótum 11. nóvember 2020

Íslenskar rósir í blómvöndinn

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Rósir hafa lengi verið algengasta tegund afskorinna blóma í íslenskri ylræktun. Á árum áður var rósaræktun stunduð í mörgum garðyrkjustöðvum í uppsveitum Árnessýslu, Hveragerði, í Borgarfirði og víðar.

Nú hefur framleiðslan breyst að því leyti að framleiðendum hefur fækkað talsvert en þeir sem stunda rósaræktun hafa bætt við gróðurhúsum og aukið ræktunartæknina til að mæta eftirspurninni. Raunin er sú að með raflýsingu og breyttum ræktunaraðferðum tekst íslenskum rósaræktendum að sinna nánast allri innlendri eftirspurn eftir rósum en talsverður innflutningur er í flestum öðrum tegundum afskorinna blóma. Lætur nærri að helmingur afskorinna blóma á Íslandi séu rósir.

Gæði íslenskra rósa er með því besta sem gerist í heimi ylræktar og mega framleiðendur vera stoltir af sínum störfum. Það er alls ekki einfalt að keppa við öflug framleiðslulönd í Mið-Ameríku og Afríku þar sem rósirnar vaxa í einföldum gróðurskýlum eða jafnvel utanhúss allt árið. Lönd eins og Ekvador, Kólumbía og Kenýa sem framleiða gríðarlegt magn afskorinna rósa og flytja á markaði um allan heim veita evrópskum framleiðendum harða samkeppni.

Rósir finnast í íslenskri náttúru

Innan sjálfrar rósaættarinnar eru þúsundir tegunda og sumar þeirra þekkjum við vel. Fjalldalafífill, reyniviður, jarðarber og holtasóley eru íslenskar tegundir sem teljast til rósaættarinnar. Hin eiginlega rósaættkvísl á sér tvo fulltrúa í náttúru Íslands, þyrnirós og glitrós. Þyrnirós hefur fundist á nokkrum stöðum frá Austfjörðum, um Suðurland og til Vestfjarða. Glitrósin hefur hins vegar aðeins fundist á einum stað á Ísandi, á Kvískerjum í Öræfum. Þessar villtu tegundir eru mun smágerðari og blómminni en kynbættar rósir sem garðyrkjubændur rækta til afskurðar. Kynbætur rósa eru reyndar mjög ævagömul iðja sem hefur skilað ótal afbrigðum til notkunar í görðum, til afskurðar og jafnvel sem pottablóm.

Ræktunin

Flestir rósaræktendur notast við svo kölluð óvirk ræktunarefni í stað hefðbundins jarðvegs. Þau geta ýmist verið íslenskur vikur eða sérstakar steinullarmottur sem rætur plantnanna vaxa í og vökvað er með fljótandi næringarlausn. Þá er jafnvel hægt að endurnýta þann hluta vökvunarvatnsins sem ekki nýtist hverju sinni. Þannig minnkar bæði áburðar- og vatnsþörf í ræktuninni. Einnig hafa ræktendur þróað nýjar leiðir við vaxtarmótun plantnanna til að auka uppskeru þeirra og auka endingu í beðunum. Algengt er að rósaplöntur gefi ágæta uppskeru árum saman. Þó verður framleiðandinn að vaka yfir þróun á markaði, bæði hvað varðar ný yrki sem í boði eru og fylgjast með tískusveiflum til að mæta þörfum neytenda.

Langt er síðan menn gerðu sér grein fyrir því að hægt var að auka gæði framleiðslunnar með því að græða greinar af eftirsóttum afbrigðum á rót kröftugra yrkja sem sjálfar mynda ekki þær blómgerðir sem sóst er eftir. Ágræðsla er því mjög algeng í framleiðslu ungplantna, eins og þekkist til að mynda í ræktun epla og annarra ávaxtatrjáa.

Raflýsing er notuð í langflestum rósahúsum en með því er hægt að halda framleiðslunni gangandi allt árið um kring. Kostnaðarsamur lýsingarbúnaður og rafmagnskaup leggur auknar byrðar á axlir framleiðenda en er nauðsyn til að halda fullri framleiðslu á veturna. Framleiðendur fylgjast vel með þróun lýsingar- og tæknibúnaðar sem og tækja til áburðargjafar og vökvunar.

Einn meginkosturinn við íslenskar rósir er að þær, líkt og aðrar afurðir úr íslenskum gróðurhúsum koma fullkomlega ferskar á markaðinn. Blómin eru skorin í gróðurhúsunum á nákvæmlega réttu þroskastigi og fara í dreifingu í verslanir jafnvel innan sólarhrings, ólíkt innfluttri vöru sem hefur ferðast heimsálfa á milli með ómældu sótspori áður en hún kemst lokst inn á heimili fólks.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f