Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum
Mynd / ehg
Fréttir 30. október 2020

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Á þjóðhátíðardaginn í sumar opnaði fjölskyldan sem stendur á bakvið urta islandica-fyrirtækið verslun í miðbænum í Hafnarfirði sem heitir Matarbúðin Nándin. Systkinin Kolbeinn Lárus og Guðbjörg Lára Sigurðarbörn eiga veg og vanda að rekstri búðarinnar sem hefur fengið góðar viðtökur, ekki hvað síst fyrir þá nýjung að vera eina plastlausa matvöruverslun landsins. 

„Þetta er ný hugmynd að vera með plastlausa matarbúð og í stað þess notum við meira krukkur og flöskur utan um þær vörur sem það þurfa. Það hefur óneitanlega vakið athygli að geta fengið mjólk í glerflöskum og rjómaost og smjör í glerkrukkum. Bráðlega fáum við sérhæfða vél að utan þannig að við getum sett upp þvottaaðstöðu hér sem þvær og sótthreinsar glerílátin þannig að hægt er að nota það aftur og aftur,“ útskýrir Kolbeinn, en árið 1956 var starfrækt verslunin Matarbúðin í sama húsnæði og þaðan kom nafngiftin. 

Guðbjörg Lára Sigurðardóttir stendur vaktina við búðarkassann en stefnan er að Matarbúðin geti fljótlega boðið viðskiptavinum upp á heimsendingu vara. 

Leita að fleiri framleiðendum

Fjölskyldan hugsar því um hringrásarhagkerfið í rekstrinum og endurnýtingu eins og hægt er. Til að mynda kaupa þau stórar einingar af Mjólkursamsölunni, eins og osta og smjör, sem þau endurpakka í umbúðir sem endurspegla hugmyndafræðina á bakvið verslunina.

„Við höfðum séð fyrir okkur að hafa umbúðalausa verslun en ástandið í dag býður ekki alveg upp á það, svona hvað heilbrigði varðar. Nokkrar vörur eru pakkaðar í sellófanfilmu eða í vaccumpoka en það eru þá umbúðir sem brotna niður í moltu svo það er umhverfisvænt,“ segir Kolbeinn og bætir við:

„Það eru hátt í 20 birgjar sem við verslum við í dag en við erum alltaf að leita að fleiri áhugasömum aðilum og hvetjum við smá- og stórframleiðendur ásamt bændum um allt land til að hafa samband við okkur í gegnum heimasíðuna matarbudin.is eða finna okkur á Facebook, við erum mjög þjónustuglöð.“ 

Kolbeinn segir marga viðskiptavini hverfa aftur til fortíðar við að geta keypt vörur eins og smjör og rjómaost í glerkrukkum. Sveitamjólkin frá Erpsstöðum er mjög vinsæl og jafnframt ófitusprengd.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...