Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 17. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið keppir þessa dagana á Ólympíuleikum í matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi og fékk gullverðlaun fyrir frammistöðuna á fyrri keppnisdeginum á laugardaginn, þegar keppt var í flokknum Chef´s table. Seinni keppnisdagurinn er í dag og þá er keppt í heita matnum (hot kitchen).

Gefin eru gull-, silfur- og bronsverðlaun samkvæmt stigaútreikningi og af þeim 28 landsliðum sem taka þátt fengu þrjú gullverðlaun í gær; Ísland, Þýskaland og Svíþjóð. Skotland og Pólland fengu silfur og Ungverjaland og Portúgal brons.

Íslenskt lamb í boði íslenska kokkalandsliðsins. Mynd / Facebook-síðan Kokkalandsliðið

Íslenskt hráefni

Í gær var fyrirkomulagið með þeim hætti að fram­reiddur var sjö rétta hátíðar­kvöld­verður fyr­ir tíu manna borð, og tvo dóm­ara að auki. Í reglunum var gert ráð fyrir að kvöld­verður­inn stæði saman af fisk­réttafati, pinna­mat, veg­an-rétti, lamba­kjöti og desert. Á hráefnislista íslenska liðsins var talsvert af íslensku hráefni; meðal annars hörpuskel, gæs, reykt ýsa, bleikja, wasabi, lamb og skyr.

Dóm­ar­ar taka mið af bragði, út­liti, sam­setn­ingu, hrá­efn­is­vali og fag­mennsku við und­ir­bún­ing og mat­reiðslu.

Eldað í dag fyrir 110 manns

Í keppn­inni í dag verður eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðill fyrir 110 manns.

Fylgjast má með framvindunni í dag hjá íslenska landsliðinu í beinni útsendingu í gegnum vef keppninnar.

Áætlað er að matreiðslu verði lokið um klukkan 18 að íslenskum tíma.

Eftirtaldir matreiðslumeistarar skipa íslenska kokkalandsliðið: Sig­ur­jón Bragi Geirs­son, Björn Bragi Braga­son, Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir, Krist­inn Gísli Jóns­son, Snorri Victor Gylfa­son, Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir, Ísak Darri Þor­steins­son, Jakob Zari­oh Sifjar­son Bald­vins­son, Ísak Aron Ernu­son og Chi­dapha Krua­sa­eng.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f