Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 19. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið komst í dag á verðlaunapall á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu í fyrsta skipti. Úrslitin voru kynnt rétt í þessu í Stuttgart í Þýskalandi. Liðið fékk bronsverðlaun í heildarstigakeppninni.

Keppnisdagarnir voru tveir með tveimur keppnisgreinum og fékk íslenska liðið gullverðlaun út úr þeim báðum. Á laugardaginn var keppt í keppnisgreininni Chef‘s table og á mánudaginn í heita matnum.

Gullverðlaun geta fleiri en eitt lið fengið út úr hvorri keppnisgrein og eru til marks um að tiltekinn stigafjöldi hafi náðst. Einungis landslið Svía og Norðmanna fengu einnig gullverðlaun út úr báðum keppnum. 

Norðmenn urðu Ólympíumeistarar og Svíar fengu silfurverðlaun í heildarstigakeppni landsliða.

Áhersla á íslenskt hráefni til matargerðarinnar

Kokkalandsliðið æfði stíft síðustu átta mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þurfti að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Auk þess var talsverður hluti hráefnisins fluttur út til Þýskalands, en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina. 
 
Ólympíuleikarnir í matreiðslu, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti í Þýskalandi og í ár eru 25 ár frá því þeir voru fyrst haldnir.

Um 2.000 af færustu matreiðslumeisturum heims keppa þar í nokkrum keppnisgreinum matreiðslu.

Hér að neðan eru viðbrögðin við úrslitum af Facebook-síðu kokkalandsliðsins.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...