Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Íslenska geitin komin á veggspjald
Fréttir 6. nóvember 2014

Íslenska geitin komin á veggspjald

Veggspjald sem sýnir lita­fjölbreytileika íslenska geita­stofnsins er komið út.

Það eru Bændasamtök Íslands sem standa að útgáfunni en ljósmyndirnar koma úr ýmsum áttum. Á spjaldinu eru alls 24 fjölbreyttar myndir af geitum, teknar af Jóni Eiríkssyni, Áskeli Þórissyni, Önnu Maríu Geirsdóttur, Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur og Guðmundi A. Guðjónssyni. Eins og kunnugt er hafa geitfjárræktendur staðið í ströngu síðustu ár til þess að vernda íslensku geitina og efla stofninn. Mikill áhugi er á meðal almennings um málefni geitfjárræktarinnar og er útgáfa veggspjaldsins ekki síst hugsuð til þess að ýta enn frekar undir fræðslu um þennan einstaka stofn.

Litaveggspjöld af íslensku búfé hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin en þau eru fáanleg hjá BÍ og í bókaverslunum víða um land. Tvær stærðir eru í boði, A3 og stór veggspjöld í stærðinni 61X87 cm. Minna spjaldið kostar 900 kr. og það stærra 1.500 kr. Þeir sem vilja panta nýja geitaspjaldið geta sent tölvupóst á jl@bondi.is eða haft samband í síma 563-0300 og fengið veggspjald sent um hæl.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...