Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá fyrri prjónahátíð á Norðurbryggju.
Frá fyrri prjónahátíð á Norðurbryggju.
Fréttir 30. ágúst 2018

Íslensk prjónahátíð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn

Höfundur: smh

Íslenskri prjónahátíð verður haldin 7. og 8. september í Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, sem er menningarhús Íslands, Færeyja og Grænlands á Kristjánshöfn.

Prjónahátíðin nefnist Pakhusstrik og að sögn Höllu Benediktsdóttur, umsjónarmanns Jónshúss og verkefnisstjóra hátíðarinnar, verða íslenskir garnframleiðendur á staðnum ásamt íslenskum prjónahönnuðum og ætla þeir meðal annars að segja frá vörum sínum og vonandi selja dönskum handprjónafólki afurðir sínar.

Íslenskar ullarvörur henta vel danskri veðráttu

„Í Danmörku er mikill áhugi á Íslandi og íslenskri menningu. Íslensk prjónahefð og íslenskar prjónauppskriftir njóta vinsælda. Sala á íslensku handprjónabandi hefur aukist mikið síðastliðin ár enda henta íslenskar ullarvörur vel danskri veðráttu.

Það sem gerir þennan viðburð einstakan er að þar er hægt að kaupa garn, uppskriftir og annað sem tilheyrir handprjóni. Umfram það er boðið upp á  fyrirlesta, námskeið, tískusýningu – og í fyrsta sinn verður keppt í hraðprjónakeppi,“ segir Halla, en miðaverði er stillt í hóf og með hverjum keyptum miða fylgir gjöf frá Ístex.

Sérstök áhersla á lopapeysuna

Halla segir að til að fagna fullveldisafmælisárinu verði lögð sérstök áhersla á lopapeysuna.  „Til að gera henni góð skil verður haldin sýning um hana í anddyri Sendiráðs Íslands – sem er í sama húsi – undir yfirskriftinni Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun.  Sýningin opnar föstudaginn 7. september og verður út árið. Auk þess flytur Ásdís Jóelsdóttir, lektor í Háskóla Íslands, fyrirlestur um uppruna lopapeysunnar og Auður Björt Skúladóttir flytur fyrirlestur um hvernig lopapeysa er prjónuð,“ segir Halla.

Þetta er fimmta árið í röð sem prjónahátíðin er haldin. Fjöldi þátttakenda hefur vaxið með hverju ári og segir Halla að í það stefni að uppselt verði í ár á hátíðina.

2 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...