Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslensk hrossarækt í 100 ár
Fréttir 25. nóvember 2016

Íslensk hrossarækt í 100 ár

Í ár eru tímamót í íslenskri hrossarækt í ýmsum skilningi.
 
Það eru 110 ár frá því að fyrsta kynbótasýningin var haldin, 100 ár frá fæðingu Sörla 71 frá Svaðastöðum, sem er einn helsti ættfaðir íslenska hestsins í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-kerfisins, 25 ára afmæli nútíma skýrsluhalds og í ár er 100 ára afmælisár Gunnars Bjarnasonar, fyrrv. hrossaræktarráðunautar, brautryðjanda sýningarhalds og markaðssetningar á íslenska hestinum. 
 
Því er vel við hæfi að líta yfir farinn veg og skoða hvernig til hefur tekist; fara yfir sögu og þróun hrossaræktarinnar, rannsóknir á íslenska hestinum og stöðu þekkingar. Ekki er síður mikilvægt að marka stefnu til næstu ára; móta ræktunarmarkmiðin og matið á hestinum í kynbótadómum; sjá fyrir sér hlutverk hestsins og notendur hans í framtíðinni og hvernig hestahaldið kemur til með að þróast. 
 
Af þessu tilefni er efnt til vinnufundar hrossaræktarinnar þar sem við fræðumst og förum yfir stöðuna í áhugaverðum fyrirlestrum. Einnig er hugmyndin að virkja fundarfólk til þátttöku í stefnumótun fyrir íslenska hestinn og hafa áhrif á mótun ræktunarmarkmiðsins og matsaðferða á hrossum í kynbótadómi. 
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á ráðstefnuna og er skráningin inni á heimasíðunni. www.rml.is (sjá. Á döfinni).
 
Staðsetning:
Samskipahöllin í Spretti
Tímasetning: 
3. desember, 10.00 – 17.00
 
Dagskrá:
 
Ráðstefnustjóri: 
Ágúst Sigurðsson
 
  • 10.00–10.20 Saga íslenskrar hrossaræktar og notkunar hestsins í 100 ár – Kristinn Hugason.
  • 10.30–10.50 Rannsóknir í þágu hestsins  – Sveinn Ragnarsson.
  • 11.00 – 11.20 Þróun kynbóta og næstu skref í þekkingaröflun – Þorvaldur Árnason.
  • 11.30–11.50 Þróun notkunar hestsins og keppnisgreina – Anton Páll Níelsson.
  • 12.00 Matarhlé
  • 13.00–13.20 Velferð, ending og frjósemi hestsins – Sigríður Björnsdóttir.
  • 13.30–13.50 Hrossaræktin og markaðurinn – Olil Amble.
  • 14.00–14.20 Þróun ræktunarmarkmiðsins – Þorvaldur Kristjánsson.
  • 14.20–16.00 Stefnumótun – Hópavinna. 
  • Kaffihlé – 20 mínútur.
  • 16.20–16.50 Samantekt – Hópstjórar kynna afrakstur hópavinnunnar.
  • 16.50–17.00 Lokasamantekt og ráðstefnuslit. 
 
Félag hrossabænda,
Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f