Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ræddi AMOC á COP30.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ræddi AMOC á COP30.
Mynd / Stjr.
Fréttir 24. nóvember 2025

Íslendingar ræða mögulegt hrun AMOC á COP30

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands vakti athygli á mögulegu hruni AMOC í ávarpi á COP30.

„Breytingar á hafstraumum í kringum Ísland gætu haft afdrifarík áhrif og valdið umtalsverðri röskun á innviðum, hagkerfi, vistkerfum og lífskjörum almennings.“ Þetta sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í ávarpi á COP30. Hann beindi sjónum að loftslagsvendipunktum og þeirri alvarlegu hættu sem felist í hnignun eða hugsanlegu hruni veltihringrásar Atlantshafsins (AMOC). „Þessi vendipunktur gæti orðið á líftíma barna okkar,“ sagði hann einnig.

Ekki óumflýjanleg þróun

Ríkisstjórn Íslands hafi þegar brugðist við og nálgist málið sem þjóðaröryggisógn. Nýlegar vísindarannsóknir bendi til að hættan á verulegri röskun AMOC fari vaxandi ef ekki takist að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Ráðherra sagði góðu fréttirnar vera þær að þessi þróun sé ekki óumflýjanleg. Þær ákvarðanir sem teknar verði nú og aðgerðir sem gripið verði til í sameiningu skipti sköpum fyrir framtíðina.

„Við verðum að flýta fyrir samdrætti í losun, við verðum að fjárfesta og fjárfesta mikið, í nýrri tækni með nýjum möguleikum, allt frá ofurheitum jarðvarma til bindingar og jarðefnavinnslu CO2 ,“ sagði ráðherra enn fremur í ávarpi sínu.

Sérstakur AMOC-viðburður

Efna átti til sérstaks viðburðar að tilstuðlan ráðherra, um AMOC-veltihringrásina og mögulega hnignun hennar, í svokölluðum Cryosphere-skála, 20. nóvember, þar sem m.a. þýski haf- og loftslagsfræðingurinn dr. Stefan Rahmstrof, prófessor við Potsdamháskóla, hefði framsögu.

Á dagskrá ráðherra samhliða setu á COP30 voru tvíhliða fundir með ráðherrum annarra ríkja og leiðtogum alþjóðastofnana, m.a. umhverfisráðherra Finnlands, umhverfis- og orkuráðherra Ítalíu og loftslags- og orkumálaráðherra Nýja-Sjálands. Átti þar að leggja áherslu á mikilvægi samstarfs ríkja í loftslagsmálum, um hnignun veltihringrásarinnar, nýsköpun, föngun og förgun kolefnis og ofurheitan jarðhita.

Skylt efni: COP30

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...