Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Ripley endaði í 24. sæti og Maríus Halldórsson með hundinn Rosa endaði í 30. sæti á heimsmeistaramóti smalahunda þar sem 240 keppendur tóku þátt.
Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Ripley endaði í 24. sæti og Maríus Halldórsson með hundinn Rosa endaði í 30. sæti á heimsmeistaramóti smalahunda þar sem 240 keppendur tóku þátt.
Mynd / Aðsend - SÍF
Líf og starf 10. október 2023

Íslendingar á heimsmeistaramóti smalahunda

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Á Norður-Írlandi var haldið heimsmeistaramót alþjóðlegra samtaka smalahunda á dögunum. (e. International sheep dog society)

Tveir Íslendingar ásamt smalahundum sínum tóku þátt, en heimsmeistaratitillinn féll í skaut Norðmanna að þessu sinni.

Í heildina tóku 240 hundar þátt sem komu frá 30 mismunandi löndum og til að halda mótið þurfti 1.200 kindur sem nýttar voru til smalamennskunnar.

Fyrir hönd SFÍ fóru Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Ripley og Maríus Halldórsson með hundinn Rosa. Elísabet og Ripley enduðu í 24. sæti en Maríus og Rosi í 30. sæti.

Það var svo Norðmaðurinn Petter Landfald með hundinn Max sem landaði heimsmeistaratitlinum eftir mjög fagmannlega útfært rennsli. Fyrstu tvo dagana er keppt í sex 40 manna riðlum en efstu keppendur hvers riðils halda áfram í undanúrslit og að lokum standa eftir 16 keppendur sem taka þátt í úrslitum.

Þegar komið er í úrslit verða verkefnin töluvert erfiðari. Í tilkynningu frá Smalahundafélagi Íslands (SFÍ) er greint frá því að hundarnir byrja á að sækja einn hóp af tíu kindum og færa á ákveðinn stað í brautinni. Því næst þurfa þeir að snúa frá þeim hópi og sækja annan hóp kinda sem staðsettur er annars staðar í brautinni. Sameina þarf kindahópana og reka eftir beinni línu á svokölluðum þríhyrningi í gegnum hlið og skiptihring. Þegar því er lokið þarf að flokka frá 15 kindur sem ekki eru með hálsól.

Þetta allt þarf að framkvæma á undir 30 mínútum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f