Bjarni Pálsson, formaður starfshóps um jarðhitavegvísi, er hér lengst til vinstri við undirritun samstarfsyfirlýsingar vegna IDDP-3 djúpborunarverkefnisins á málstofunni „Superhot Summit“ sem var hluti af nýloknu Hringborði norðurslóðanna. Með honum á mynd eru Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hera Grímsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur og Lilja Magnúsdóttir, HS Orku.
Bjarni Pálsson, formaður starfshóps um jarðhitavegvísi, er hér lengst til vinstri við undirritun samstarfsyfirlýsingar vegna IDDP-3 djúpborunarverkefnisins á málstofunni „Superhot Summit“ sem var hluti af nýloknu Hringborði norðurslóðanna. Með honum á mynd eru Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hera Grímsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur og Lilja Magnúsdóttir, HS Orku.
Mynd / smh
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi og eflingu samkeppnishæfis Íslands sem jarðhitaríkis.

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í vikunni sérfræðingahóp sem mun móta tillögur að jarðhitavísi. Mun Bjarni Pálsson, forseti Alþjóðajarðhitasambandsins og framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun, leiða stefnumótunarvinnuna og gegna formennsku í hópnum.

Samstarf eflt við önnur jarðhitaríki

Í tilkynningu úr ráðuneytinu segir að sérfræðingahópnum sé falið að móta tillögur til ráðherra sem miða meðal annars að því að skapa skilyrði til aukinnar raforku- og varmavinnslu með jarðhita, ýta undir tækniþróun og tryggja að jarðhitanum sé beitt markvisst sem tæki til verðmætasköpunar og jöfnunar lífskjara og búsetuskilyrða á Íslandi.

Þá muni hópurinn horfa til þess hvernig megi stuðla að öflugum grunnrannsóknum og menntun á sviði jarðvísinda og jarðhitanýtingar, viðhalda og efla leiðandi hlutverk Íslands í jarðhitamálum á alþjóðavísu, efla samstarf við önnur jarðhitaríki og styðja við útflutning þekkingar og tækni á sviði jarðhita. Tillögum verður skilað til ráðherra fyrir 1. júní 2026.

Höfum náð ótrúlegum árangri

Haft er eftir ráðherra að hvergi í heiminum leiki jarðhiti eins mikilvægt hlutverk og á Íslandi. „Við höfum náð ótrúlegum árangri á sviði jarðhitanýtingar, en það sem hefur vantað sárlega er strategía og stefna, skýr áætlun fram veginn um hvernig við getum styrkt samkeppnishæfni okkar enn frekar. Ef við erum værukær og hættum að hugsa stórt eins og fyrri kynslóðir gerðu, þá glötum við forskotinu.“

Í sérfræðingahópnum sitja, auk Bjarna, Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR, Sigurður H. Markússon, leiðtogi djúpnýtingar hjá Orkuveitunni, Elena Dís Víðisdóttir, verkefnastjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, Finnur Sveinsson, viðskiptastjóri sjálfbærni hjá HS orku og María Erla Marelsdóttir, sendiherra hjá Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins.  

Skylt efni: Jarðhitamál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...