Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 31. janúar 2020

Ísland þarf að leggja aukna áherslu á rannsóknir í landbúnaði

Höfundur: Ritstjórn

Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræðir við Áskel Þórisson um landbúnaðarrannsóknir í nýjasta hlaðvarpsþættinum Skeggrætt sem aðgengilegur er í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Þórey segir að miðað við nágrannalöndin standi Ísland sig ekki nógu vel þegar kemur að landbúnaðarrannsóknum. Landbúnaðurinn er flókin atvinnugrein og til þess að hún geti þróast þurfi rannsóknir – og fjármagn. Þekkingin er upphaf og endir alls í landbúnaði og á henni verði byggt þegar loftslagsvandi framtíðarinnar knýr fastar á dyr. „En það kostar tíma og peninga að afla þekkingar,“ segir lektorinn og kallar eftir auknum skilningi á mikilvægi landbúnaðarrannsókna.

Hún nefnir sem dæmi að fjölmargar grunnrannsóknir skorti svo hægt verði að halda á vit nýrra tíma. Þannig sé fátt vitað um kolefnisbindingu í ræktunarlandi og bútæknirannsóknir séu ekki lengur stundaðar.

Þurfum stefnu í landbúnaðarrannsóknum

Þórey kallar líka eftir stefnu í landbúnaðarrannsóknum. Það sé ekki hægt að yfirfæra erlendar rannsóknarniðurstöður á íslenska náttúru. Aðstæður séu þannig á landi hér að það sé einfaldlega ekki hægt. Einnig kemur fram hjá Þóreyju að meðalaldur íslenskra vísindamanna, sem hafa helgað sig landbúnaðarrannsóknum, hækki stöðugt og endurnýjun í þessum hópi gangi hægt. „Það má aldrei vanmeta yfirfærslu þekkingar,“ segir Þórey Ólöf í þættinum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f