Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Rúnar Pierre Herivaux, Lava Bláa Lóninu, Atli Þór Erlendsson, Grillinu, Natascha Elisabet Fischer, Kopar og dómarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarnum.
Rúnar Pierre Herivaux, Lava Bláa Lóninu, Atli Þór Erlendsson, Grillinu, Natascha Elisabet Fischer, Kopar og dómarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarnum.
Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson
Fréttir 9. júní 2015

Ísland nær í silfurverðlaun í „Nordic Chef Junior“-keppninni

Síðastliðna helgi kepptu þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum í Álaborg í Danmörku. Í flokki ungkokka, „Nordic Chef Junior“, vann Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu til silfurverðlauna en Håkon Solbakk frá Noregi sigraði í keppninni.
 
Aðrir íslensku keppendanna komust ekki í verðlaunasæti en stóðu sig gríðarlega vel í harðri keppni.
Rúnar Pierre er 21 árs gamall og matreiðslunemi í Lava Bláa Lóninu. Hann var valinn matreiðslunemi ársins 2013 og varð í fjórða sæti í norrænu nemakeppninni 2014. Rúnar Pierre var aðstoðarmaður í Bocuse d´Or-keppninni 2015.
 
„Ég er ánægður með frammistöðuna og hvernig ég framkvæmdi allt eftir plani og hafði skipulagt á æfingum síðustu mánuði en hefði auðvitað viljað ná toppsætinu, tek það bara næst,“ segir Rúnar glaður í bragði. 
 
Í „Nordic Chef“, þar sem Atli Þór Erlendsson frá Grillinu keppti, sigraði sænski keppandinn. Atli Þór er 27 ára gamall matreiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu og handhafi titilsins „Matreiðslumaður ársins“ þar sem hann sigraði í keppninni í mars síðastliðnum. Atli Þór var nýlega valinn  í kokkalandsliðið. Natascha Elisabet Fischer, frá veitingastaðnum Kopar, keppti í framreiðslu í „Nordic Waiter“-keppninni en þar sigraði danski keppandinn.

3 myndir:

Skylt efni: kokkakeppni

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...