Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ísfirðingar vilja ekki fleiri skemmtiferðaskip
Mynd / Hw Scott
Í deiglunni 13. desember 2023

Ísfirðingar vilja ekki fleiri skemmtiferðaskip

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar um þolmörk og viðhorf íbúa Ísafjarðar gagnvart komu skemmtiferðaskipa er mælt með að sett verði takmörk um leyfðan hámarksfjölda farþega eða afmörkuð viðmið um komur þeirra í bæjarfélagið.

Þolmörkum Ísfirðinga er náð um fjölda skemmtiferðaskipa og íbúar eru á móti frekari aukningu.

Ferðamannafjöldi á Ísafirði hefur aukist verulega með aukningu komu skemmtiferðaskipa þar yfir sumarmánuðina. Elizabeth Riendeau, nemi í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða, lauk nýverið við rannsókn á viðhorfum íbúa Ísafjarðar gagnvart þessari miklu fjölgun.

Mælir með fjöldatakmörkun

Í ritgerðinni kemur fram að skemmtiferðaskip hafi vanið komur sínar til Ísafjarðar frá árinu 1996 en ferðamannafjöldinn hafi haldist í um 3.000 árlegum farþegum framan af. Árið 2004 hafi farþegafjöldi tekið að aukast og hefur vaxið verulega á síðastliðnum áratug en búist er við að um 230.000 farþegar skemmtiferðaskipa hafi heimsótt Ísafjörð árið 2023. Elizabeth talar um að ferðaþjónusta með skemmtiferðaskipum hafi á sig orð um ósjálfbærni, bæði vegna neikvæðra umhverfisáhrifa skipanna sjálfra en einnig vegna þess efnahagslega misbrests sem slíkt form ferðalaga getur haft á þá áfangastaði sem heimsóttir eru.

Þannig benda niðurstöður megindlegrar rannsóknar hennar til þess að þolmörkum íbúa Ísafjarðar sé náð varðandi fjölda skemmtiferðaskipa sem koma þar og að íbúar séu á móti frekari aukningu. Stuðningur við óbreytt ástand var skiptur en þó reyndust margir íbúar umburðarlyndir gagnvart núverandi fjölda ferðamanna.

Margvíslegir hagmunir séu fólgnir í að tryggja að vöxtur ferðaþjónustu staðarins sé í sem bestri sátt við íbúa á Vestfjörðum og þróist í samræmi við væntingar þeirra því atvinnugreinin og vægi hennar fer hlutfallslega vaxandi í landshlutanum. Mælir höfundur með að sett verði takmörk um leyfðan hámarksfjölda farþega eða afmörkuð viðmið um komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar.

Byggðastofnun segir frá þessum niðurstöðum rannsóknarinnar en Byggðarannsóknasjóður veitti Elizabeth styrk fyrir henni í lok árs 2022.

Vinna að stefnu Ísafjarðarbæjar um móttöku skemmtiferðaskipa

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fyrirhugað sé að móta stefnu um komu skemmtiferðaskipa þar sem tekið verði á ýmsum þáttum, þar með talið fjölda skipa og farþega í tengslum við þolmörk samfélagsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundi hafnarstjórnar bæjarins í september segir að sveitarfélaginu og starfsfólki hafi borist nokkrar athugasemdir frá íbúum í sumar vegna komu skemmtiferðaskipa til bæjarins.

„Meðal annars hefur verið kvartað undan skipsflautum, sem oft eru þeyttar í kveðjuskyni þegar skip yfirgefa Ísafjarðarhöfn. Er þetta talið óþarfa áreiti og eingöngu ætti að nota skipsflautur þegar nauðsyn krefur.

Einnig hefur verið kvartað undan því að gestir geri þarfir sínar utandyra, en þessar kvartanir bárust áður en salernisgámur var fenginn á Landsbankaplanið. Þá hafa verið gerðar athugasemdir við mengun frá skipum þegar þau eru í höfn/á akkeri. Mengunarmælar eru staðsettir á tveimur stöðum í Skutulsfirði, í miðbænum og í Holtahverfi.

Svæði meðfram smábátahöfn, frá gatnamótum við Mjósund að Mávagarði, sem sérmerkt var fyrir gangandi, var ítrekað notað sem bílastæði, sömu bílar stóðu þar jafnvel dögum saman,“ segir í minnisblaði frá Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f