Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ísey Skyr í matvöruverslun í Japan.
Ísey Skyr í matvöruverslun í Japan.
Mynd / MS
Fréttir 31. mars 2020

Ísey Skyr í 50 þúsund japanskar verslanir

Höfundur: smh

Mjólkursamsalan (MS) markaðssetti í dag Ísey Skyr í 50 þúsund japönskum verslunum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að líkast til sé um eina víðtækustu dreifingu á íslenskri vöru í erlendri smásölu að ræða.

Ísey Skyr er framleitt af fyrirtækinu Nippon Lkuna í Kyoto eftir uppskrift og framleiðsluaðferð MS. Í tilkynningunni kemur fram að íslenski skyrgerillinn sé lykilþáttur við framleiðslu vörunnar. „Ísey Skyr verður selt í öllum helstu matvöruverslunum Japans, í verslunum 7-11, Family Mart, Lawson, Aeon, Itokyokado, Kinokuniya, Seijo-Ishi og fleirum. Alls eru þetta um 50.000 verslanir,“ segir í tilkynningunni.

Góð viðbrögð nú þegar

„Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvara í Japan þá hefur Ísey Skyr fengið frábæra uppstillingu eða staðsetningu í flestum þessara verslana. Ísey Skyri er stillt upp við hlið mest seldu mjólkurvara Japans sem sýnir að trú verslananna á Ísey Skyri er mikil. Viðbrögðin við vörunni hafa verið mjög góð og hefur varan nú þegar í dag klárast í mörgum þessara verslana, skv. samstarfsaðilum MS í Japan.

Umfjöllun um Ísey Skyr í Nikkei, einu stærsta viðskiptadagblaði heims.


Ísey Skyr hefur jafnframt fengið frábærar viðtökur hjá blaðamönnum og má þar nefna hálfsíðu umfjöllun í stærsta viðskiptadagblaði heims, Nikkei, sem á m.a. Financial Times, og umfjöllun í Yomiyuri, einu útbreiddasta dagblaðs Japans.

Það er dótturfyrirtæki MS, Ísey útflutningur ehf. sem annast þetta verkefni fyrir MS og hefur gert framleiðslu- og vörumerkjasamning við japanska aðila. Japönsku samstarfsaðilarnir eru mjólkurvörufyrirtækið Nippon Luna, sem er í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki Japans og fjórði stærsti kjötframleiðandi heims, og japansk-íslenska fyrirtækið Takanawa,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Umfjöllun um Ísey Skyr í Yomiyuri, einu stærsta dagblaði Japans.


 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...