Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tölvugerð mynd af hafísnum á norðurhveli 13. september 2017.
Tölvugerð mynd af hafísnum á norðurhveli 13. september 2017.
Mynd / NASA
Fréttir 22. janúar 2018

Ísbreiðan á norðurhveli jarðar minnkaði minna 2017 en við mátti búast

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikill frostakafli í Ameríku og á Íslandi undanfarnar vikur virðist ekki beint vísbending um hlýnandi loftslag. Eigi að síður sýna hafísmælingar vísindamanna hjá NASA á norðurhveli að ísbreiðan þakti aðeins 4,64 milljónir ferkílómetra þann 13. september síðastliðinn. Það er þó ekki met eins og búast hefði mátt við eftir met hvað varðar litla ísmyndun á síðasta vetri. Eigi að síður er það áttunda minnsta ísþekja sem sést hefur frá því mælingar hófust. 
 
Ísþekjan á norðurslóðum hefur farið ört minnkandi frá því hún var mest 1970. Er það talið merki um hlýnun loftslags sem í það minnsta að hluta til er talin stafa af aukningu á CO2 í andrúmsloftinu af mannavöldum. Samkvæmt gervihnattamyndum sem teknar voru í haust þegar sumarbráðnun á hafís hafði náð hámarki var ísbreiðan 1,58 ferkílómetrum minni en að meðaltali á árinu 1980 til 2010. 
 
Í hverjum einasta mánuði frá janúar og fram í ágúst 2017 var ísmyndun sú minnsta sem sést hefur á norðurslóðum frá því mælingar hófust. Sumrabráðnunin frá ágúst og fram í september, hefði því átt að skila meti í þá áttina líka, en það varð ekki raunin. Hvort miklir kuldar í árslok og byrjun janúar á nýju ári breyti þróuninni eitthvað verður svo að koma í ljós. 
 
Sumir spá kólnandi veðurfari næstu áratugina
 
Kólnun á norðurpólnum um þessar mundir er þó í takt við kenningar sumra vísindamanna, eins og Páls Bergþórssonar veðurfræðings, sem spáð hefur mikilli kólnun á næstu áratugum í takt við náttúrulegar sveiflur. Þá hafa aðrir vísindamenn bent á litla virkni sólar um þessar mundir sem muni skila sér í kólnandi veðurfari á norðurhveli næstu áratugina. Hugsanlegt er talið að hátt gildi svonefndra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum vegi þó á móti þeirri kólnun.  
 
Stórviðri höfðu áhrif á ísbráðnun
 
Mest hefur ísbráðnunin á norðurhveli mælst á árunum 2007, 2012 og 2016. Þessi ár áttu það líka sammerkt að miklir öfgar voru í veðurfari samkvæmt upplýsingum NASA Goddard geimferðastofnunarinnar í Greenbelt í Maryland.  Eru stórviðri með hlýindum á norðurslóðum talin hafa haft mikil áhrif á ísbráðnunina á þessum árum. Óveðri af þeim toga var ekki til að dreifa á norðurslóðum á síðastliðnu sumri. Segja vísindamenn stofnunarinnar að ólíklegt sé að óveður af þessum toga hefði haft mikil áhrif á ísbráðnunina fyrir þrem áratugum. Ástæðan er að þá var ísþekjan mun þykkri og samfelldari og síður hætta á að hún brotnaði upp. 
 
Eins og sjá má var staða hafíssins á norðurslóðum með þeim hætti að fært var um siglingaleið fyrir norðan Rússland. Appelsínugula línan sýnir meðaltal ísþekjunnar á 30 ára tímabili frá 1981.  Mynd / NASA
 
Ísbreiðan á suðurhveli jókst þvert á kenningar um hlýnun loftslags
 
Það hefur hins vegar vakið athygli vísindamanna að á sama tíma og ísbreiðan á norðurhveli hefur farið minnkandi á síðustu þrem áratugum, þá jókst ísinn að meðaltali á suðurhvelinu á árunum frá 1979 til 2015. Hvernig það fer saman við kenningar um meðaltals hlýnun loftslags hefur ekki verið útskýrt með sannfærandi hætti. 
 
Síðustu tvö ár hafa þó skorið sig úr á suðurhvelinu með meiri ísbráðnun yfir sumartímann en venjulega. Vísindamenn telja þó enn of snemmt að fullyrða að þróunin þar sé að snúast við á svipaðan veg og menn hafa orðið vitni að á norðurhveli jarðar. 
 
Kjarnorkuknúinn rússneskur ísbrjótur brýtur sér leið í gegnum ísbreiðuna á norðurslóðum.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f