Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Internorden 2022
Á faglegum nótum 6. desember 2022

Internorden 2022

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur í sauðfjárrækt hjá

Í ágúst sl. sótti ég ásamt Ólafi Dýrmundssyni Internorden ráðstefnu sem var haldin í Skövde í Svíþjóð.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Ég sótti ráðstefnuna fyrir Íslands hönd en Internorden er samstarfsvettvangur Norðurlandaþjóða um sauðfjár- og geitfjárrækt. Upphaflega voru aðeins ráðunautar frá hverju landi sem sóttu ráðstefnuna en í seinni tíð hafa vísindamenn frá landbúnaðarháskólum, dýralæknar og bændur einnig sótt ráðstefnurnar, sem styrkir ráðstefnuna enn frekar.

Síðasta ráðstefna var haldin hér á Íslandi sumarið 2018. Fyrirhugaður fundur 2020 féll niður vegna heimsfaraldurs Covid. Á ráðstefnunni í sumar voru ríflega 30 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum utan Grænlands ásamt því að gestafyrirlesari var frá Englandi.

Á ráðstefnunni í sumar var áherslan lögð á heilsu og velferð sauðfjár auk loftslagsmála, ásamt yfirlitserindi frá hverju landi. Ég var þarna með tvö erindi, annað um stöðuna á Íslandi í dag og hitt um átaksverkefnið varðandi arfgerðargreiningar sauðfjár. Öll erindin eru aðgengileg á heimasíðu Svenska Fåravelsförbundet

Ef ég stikla á stóru úr þeim erindum sem voru flutt þá hafa Norðmenn verið að sinna rannsóknum á metanlosun frá sauðfé. Fyrstu niðurstöður í því verkefni sýna að þar sé eiginleiki sem hægt sé að vinna með í ræktunarstarfi þar sem arfgengi metanlosunar er 0,17.

Í Svíþjóð hafa verið unnar yfirgripsmiklar rannsóknir á gæðaþáttum dilkakjöts. Hafa þeir útbúið gagnabanka sem heitir „Lammlyftet“ sem er í anda bæklingsins „Frá fjalli að gæðamatvöru“ og var gefinn út hér fyrir nokkrum árum. Fram kom í þessu verkefni að síðustu tvær vikurnar fyrir slátrun þurfa gripirnir að vaxa a.m.k. 100 gr/dag til að gæðaþættir kjötsins séu í lagi.

Þegar kemur að velferðarmálum kynnti Niclas Högberg rannsóknir sem hann hefur unnið að í sínu doktorsnámi og snúa að því að setja skynjara á sauðfé sem meta virkni þeirra á beitarsvæði (ekki ólíkt beiðslisgreini á kúm). Bóndinn fær meldingu ef gripur hreyfir sig ekki nógu mikið sem bendir þá til þess að hann sé eitthvað veikur og þurfi mögulega meðhöndlun. Liz Genever, ráðunautur á Englandi, flutti gott yfirlitserindi um stöðuna þar og hvaða áskoranir eru fram undan í breskum landbúnaði á komandi árum.

Í öllum yfirlitserindum um stöðuna í sauðfjárrækt í hverju landi fyrir sig kom fram að samdráttur sé í framleiðslu sauðfjárafurða frá því sem verið hefur undanfarin ár.

Jafnframt var farið í heimsóknir á tvö sauðfjárbú í nágrenni Skövde. Annars vegar á Torans Fårgård sem er með 70 kindur af Gotlandskyni og láta ábúendur súta öll skinn fyrir sig og selja beint frá býli. Þess utan eru bændurnir á bænum dýralæknar og vinna við það utan bús. Það var mjög gaman að koma þangað og áhugavert að sjá að þau létu setja sólarsellur á hlöðuþak á búinu fyrir þremur árum sem nú malar gull þegar orkuverð er í hæstu hæðum á meginlandinu. Þakið nær að fanga 16.000 kwst á ári sem þau selja á sameiginlegt flutningsnet. Fyrir hverja kwst fá þau greiddar 1,32 sænskar krónur en þegar sólarsellurnar voru settar upp var verðið sem þau fengu 20 aurar á hverja kwst.

Jafnframt var farið í heimsókn á Daltorp Igelstorp sem er með 100 ær af Suffolk kyni. Það sem einkennir flesta þá sem halda sauðfé í Svíþjóð er að þeir eru að reyna að nýta þær byggingar sem til eru á jörðunum og voru byggðar fyrir mörgum árum síðan, jafnvel í öðrum tilgangi en að hýsa fé.

Næsti Internorden fundur er áætlaður árið 2024 í Finnlandi. Internorden samstarfið er mjög hagnýtt, sérstaklega til að byggja upp tengsl og miðla upplýsingum milli landa því við erum í grunninn að fást við svipaða hluti í öllum löndum. Eftir samtöl við kollega þarna úti þá þurfum við að gera meira í því á Íslandi að birta niðurstöður um það sem við erum að fást við á ensku, svo umheimurinn viti hvað við erum að gera. Við erum að gera marga hluti mjög vel en þeir sem lesa íslensku eru ekki stór markhópur. Okkur finnst t.d. sjálfgefið að nota sæðingar, bændur sæði sjálfir og árangurinn sé sá sem við náum hér. Þetta er atriði sem öðrum þjóðum finnst mjög áhugavert en þar sem ekki liggur mikið af niðurstöðum fyrir á öðru en íslensku er þessi árangur ekki á almanna vitorði.

Á næsta fundi í Finnlandi 2024 væri tækifæri til að skipuleggja til hliðar einhverja bændaferð fyrir íslenska bændur með heimsóknir á finnsk bú í huga. Ef einhverjir eru áhugasamir um slíkt má setja sig í samband við undirritaðan.

Skylt efni: INTERNORDEN

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f