Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta álagi af ferðamennsku.

Umhverfis­, orku­ og loftslags­ráðuneytið hefur gefið út nýja verkefnaáætlun innan landsáætlunar um upp­ byggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og á hún að gilda fram til 2025.

Í skýrslu sem kom út í sumar segir m.a. að með áætluninni sé haldið áfram að takast á við mikla og uppsafnaða þörf fyrir innviðauppbyggingu á svæðum sem búa við álag af völdum ferðamennsku. Jafnfram sé vaxandi þörf á fjármagni til viðhalds og reksturs þeirra innviða sem byggðir hafa verið. Fjárheimild landsáætlunar 2023–2025 nemur samtals tæpum 2,7 milljörðum króna og eru áætluð verkefni 127 talsins á um 82 stöðum.

Eru 56 þeirra ný af nálinni. Sem dæmi um verkefni má nefna fuglaskoðunarhús og fuglasjónauka á nýrri hringleið í Dyrhólaey, hönnun og framkvæmd nýs aðkomusvæðis í Friðlandi að fjallabaki, endurnýjun göngubrúa í Friðlandi Svarfdæla, bætta aðstöðu tjaldsvæða á Hornströndum og brú yfir Staðará, fyrsta áfanga eldaskála í Hallormsstaðarskógi og hönnun gönguleiðar og útsýnispalls að Svartafossi í Skaftafelli. Þá á að fara í aðgerðir til verndar minjum að Örlygsstöðum í Skagafirði, svo fátt eitt sé nefnt.

Talið er að fylgjast þurfi sérstak­lega með auknu álagi á eftirfarandi staði sem ekki njóta friðlýsingar: Flatey (vesturhluta, utan friðlands), Hjörleifshöfða, Glym, Kirkjufells­foss, Skála á Langanesi, Brúarfoss, Sólheimajökul og hluta Reykjanes­fólkvangs.

Skylt efni: náttúruvernd

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...