Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Íris Ragnarsdóttir Pedersen.
Íris Ragnarsdóttir Pedersen.
Fréttir 25. febrúar 2025

Innviðaskuld í Öræfum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Íbúða- og þjónustuskortur er í Öræfum að sögn íbúa sem skorar á sveitarstjórn Hornafjarðar og ríkisstjórn að blása til sóknar fyrir sístækkandi samfélag þar.

Íbúafjöldi Öræfa hefur margfaldast á áratug. Árið 2010 voru þeir tæplega 90 talsins en telja í dag 235 að því er fram kemur í aðsendri grein Írisar Ragnarsdóttur Pedersen fjallaleiðsögumanns, en hún er búsett í Svínafelli í Öræfum. Þrátt fyrir íbúafjöldann sé ekki að finna matvöruverslun, heilsugæslu eða sundlaug eins og í mörgum byggðarlögum af sömu stærðargráðu.

„Víða um landið eru byggðarlög með 200–300 íbúum með gott þjónustustig, s.s. Laugarvatn, Bíldudalur, Tálknafjörður, Búðardalur og Hólmavík. Á öllum þessum stöðum er hægt að komast í sund eða heitan pott, stunda íþróttir í íþróttahúsi, fá sendan pakka í póstbox, komast til læknis á innan við 30 mínútum, kaupa í matinn og leigja íbúð. En íbúar Öræfa fara á mis við öll þessi almennu lífsgæði. Er það einungis vegna þess að sveitin er dreifbýli en ekki byggðarkjarni? Eða hefur sveitarfélagið gleymt að sinna íbúum Öræfa? Hefur sveitarfélagið gleymt að sinna tæplega 15% íbúa sinna?“ spyr Íris meðal annars í greininni.

Hún bendir þar á að hartnær fjörutíu ár séu síðan síðasta opinbera bygging í Öræfum var byggð. „Í Öræfum sárvantar mannaðan sjúkrabíl og heilbrigðisþjónustu sem hlýtur að teljast til almennra mannréttinda allra á Íslandi. Enginn á að þurfa að bíða í klukkustund eftir sérhæfðri aðstoð. Og að lokum vantar hér aðstöðu til íþróttaiðkunar innandyra.“

– Sjá nánar á síðu 48. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f