Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Handhafi Sleipnisbikarsins árið 2020 var Skýr frá Skálakoti, sem stillti sér upp með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni, á Landssýningu kynbótahrossa.
Handhafi Sleipnisbikarsins árið 2020 var Skýr frá Skálakoti, sem stillti sér upp með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni, á Landssýningu kynbótahrossa.
Mynd / TB
Fréttir 27. maí 2022

Inntökuskilyrði kynbótahrossa

Höfundur: Elsa Albertsdóttir

Inntökuskilyrði kynbótahrossa verður með sama fyrirkomulagi og stefnt var að árið 2020 samkvæmt ályktun Fagráðs í hrossarækt.                                                                       

Einstaklingssýnd kynbótahross 

Fjöldi efstu hrossa sem vinnur sér rétt til þátttöku á mótinu er 170 hross. Það er því ekki um einkunnalágmörk að ræða. Fjölda í hverjum flokki má sjá í töflu hér að neðan. 

Flokkur 

Fjöldi 

7v. og eldri hryssur 

15 

6v. hryssur

30 

5v. hryssur  

30 

4v. hryssur  

20 

4v. hestar 

20 

5v. hestar 

20 

6v. hestar  

20 

7v. og eldri hestar 

15 

Samtals  

170 

  

Til að auðvelda bestu klárhrossum landsins að komast á mótið verða 75% hrossa í hverjum flokki valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið (til dæmis fleiri en ein hestur í 15. sæti í flokki 7 vetra og eldri hesta) þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. 

Stöðulisti verður birtur í WorldFengur.com sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla ekki að mæta með þau eru beðnir um að láta vita fyrir 22 júní n.k., þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Skráning hrossa á mótið lýkur á hádegi 24 júní.   

Afkvæmasýndir stóðhestar 

Lágmörk vegna afkvæmasýninga miðast við kynbótamat aðaleinkunnar eins og það reiknast að afloknum kynbótasýningum vorið 2022 og fjölda dæmdra afkvæma. Öll dæmd afkvæmi hestanna liggja til grundvallar kynbótamatinu. Afkvæmi sem fylgja hestunum skulu vera dæmd í kynbótadómi. Heiðursverðlaunahestum skulu fylgja 10 afkvæmi í sýningu en fyrstu verðlauna hestum 6 afkvæmi. 

 

Flokkur 

Kynbótamat aðaleinkunnar 

Fjöldi dæmdra afkvæma 

Stóðhestar heiðursverðlaun 

118 stig 

50 

Stóðhestar 1. verðlaun 

118 stig 

15 

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...