Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Innkaupastefna matvæla fyrir ríkisaðila
Fréttir 20. maí 2019

Innkaupastefna matvæla fyrir ríkisaðila

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag var samþykkt tillaga Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila. Íslenska ríkið kaupir matvæli fyrir um þrjá milljarða króna á ári og sem stórkaupandi getur það haft víðtæk áhrif á eftirspurn eftir matvælum, stuðlað að umhverfisvænum innkaupum, dregið úr kolefnisspori  og eflt nýsköpun.

Vonast er til að stefnan verði fordæmisgefandi fyrir sveitarfélög og aðra. Kjarni stefnunnar  er að innkaup ríkisaðila á matvælum byggi á markmiðum um sjálfbærni, góða lýðheilsu og umhverfisvitund.

Innkaupastefnan var unnin á vettvangi Matarauðs Íslands í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Við vinnslu stefnunnar var haft víðtækt samráð við hagaðila og drög að stefnunni voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í mars 2019.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég fagna því að ríkisstjórnin hafi samþykkt innkaupastefnu fyrir opinber innkaup matvæla sem byggir á því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðslu, flutninga og umsýslu matvæla. Í stefnunni er lögð áhersla á að máltíðir í mötuneytum séu í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði og að neytendur séu upplýstir um uppruna og næringargildi matarins. Það er mín trú að stefnan muni efla íslenska matvælaframleiðslu og veita henni enn frekari tækifæri til nýsköpunar og þróunar.“

Innkaupastefna matvæla fyrir ríkisaðila

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f