Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðgangseyrir verður lagður á ökumenn bifreiða þegar ekið er að Jökulsárlóni.
Aðgangseyrir verður lagður á ökumenn bifreiða þegar ekið er að Jökulsárlóni.
Mynd / Rolf Gelpke
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú sett reglugerð á grundvelli þessara tillagna.

Frá árinu 2017 hafa verið innheimt svæðisgjöld af gestum sem heimsækja Skaftafell. Í sumar tekur í gildi sú nýbreytni að gjald verður tekið fyrir gestkomu við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Frá þessu er greint á heimasíðu Vatna- jökulsþjóðgarðs. Svæðisgjaldið er lagt á þegar ökutæki kemur að hliði á bílastæði og miðast verðið við stærð bifreiðar. Aðgangseyrir fyrir fimm manna fólksbifreiðar er 1.000 krónur og hækkar gjaldið í nokkrum þrepum. Hæst fer það í 8.500 krónur fyrir rútur sem rúma meira en 33 farþega.

Svæðisgjaldið gildir í sólarhring og er veittur fimmtíu prósent afsláttur ef annað gjaldskylt þjónustusvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið heimsótt áður innan sólarhrings og fullt gjald greitt þar. Þjónustan sem gestir fá aðgang að með greiðslu aðgangseyrisins felst í bílastæðum, gestastofu, salernum, fræðslu og leiðbeiningum frá landvörðum, aðgangi að gönguleiðum og þátttöku í fræðslugöngum þegar þær eru á dagskrá. Tjaldstæðisgjöld eru ekki innifalin.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...