Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta
Fréttir 12. júlí 2019

Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 var búið að flytja inn meira en allan sex mánaða tollkvóta ESB við Ísland í 6 flokkum af landbúnaðarafurðum. Hlutfalls­lega hefur verið mest flutt inn af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti, svínakjöti, nautakjöti og osti.

Í lok maí var búið að flytja inn 304.984 kg (tæp 305 tonn) af nautakjöti, en tollkvóti sem í gildi er á milli ESB og Íslands gerir ráð fyrir innflutningi á 199 tonnum á fyrstu sex mánuðum ársins. Er það 153% af tollkvóta.

Saltað, reykt og þurrkað langt umfram kvóta

Hlutfallslega var búið að flytja mest inn í maí af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti miðað við sex mánaða tollkvóta, eða rúm 86 tonn sem er 173% af 50 tonna tollkvóta.

Af svínakjöti var búið að flytja inn í lok maí tæp 568 tonn, eða 162% af 350 tonna tollkvóta.

Mest flutt inn af kjúklingakjöti

Í magni var innflutningur mestur á kjúklingakjöti á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða rúm 575 tonn sem er 109% af 528 tonna tollkvóta fyrir sex mánuði ársins. Rétt er að taka fram að af þessum sex mánaða tollkvóta eru 100 tonn ætluð fyrir innflutning á lífrænt vottuðu alifuglakjöti.

Mikill innlfutningu á ostum

Innflutningur á osti á fyrstu fimm mánuðum ársins fór einnig umtalsvert umfram tollkvóta. Þannig var búið að flytja inn rúm 238 tonn í lok maí sem er 132% af 180 tonna tollkvóta. Af þessum tollkvóta eru 65 tonn ætluð fyrir innflutning á upprunamerktum osti. 

Meira var líka búið að flytja inn af unnum kjötvörum á fyrstu fimm mánuðum ársins en sex mánaða tollkvóti gerir ráð fyrir, eða tæp 180 tonn. Það er 134% af 145 tonna tollkvóta.
Minna af pylsum

Talsvert vantaði aftur á móti upp á að búið væri að nýta tollkvóta fyrir pylsur í lok maí. Þá var búið að flytja inn rúmlega 62 tonn sem er einungis 50% af 125 tonna tollkvóta sem gildir fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Íslensku pylsurnar hafa  greini­lega slegið það duglega í gegn hjá neytendum að lítil þörf virðist vera fyrir pylsuinnflutning. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f