Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Karl G. Kristinsson prófessor.
Karl G. Kristinsson prófessor.
Fréttir 7. apríl 2017

Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?

Á undanförnum misserum hafa verið nokkuð harðar deilur um hver sé áhættan af innflutningi á ferskum matvælum og hvort núverandi sjúkdómastaða sé einhvers virði. Ljóst er að hér á landi eru vandamál sem fylgja lyfjaónæmi mjög lítil miðað við það sem víða gerist, ekki síst í suður Evrópu. Mikilvægt er að þessi umræða byggi á rannsóknum og upplýsingum eins og þær geta bestar orðið.

Óvíða er jafn stórt hlutfall samfélagsins og í Eyjafirði sem lifir á landbúnaði, úrvinnslu og þjónustu við hann. Mikilvægi þess að þær vörur sem hér eru framleiddar njóti sannmælis vegna hreinleika, bæði hvað varðar takmarkaða notkun lyfja og eiturefna. Á þessum fundi flytja sérfræðingar í fremstu röð erindi um þá hættu sem það hefur í för með sér að flytja fersk matvæli til landisins.

Karl G. Kristinsson prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans mun halda erindi sem nefnist: „Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af innflutningi á ferskum matvælum?“ á fundi sunnudaginn 9. apríl kl. 11-13, á Hótel Kea Akureyri sem ber yfirskriftina: Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?

Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er með erindi sem nefnist: „Núverandi sjúkdómastaða er auðlegð sem okkur ber að verja.“

Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson fyrrverandi alþingismaður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...