Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Innflutningur á erfðaefni holdanautagripa heimilaður
Fréttir 25. september 2015

Innflutningur á erfðaefni holdanautagripa heimilaður

Höfundur: smh
Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hafi í dag undirritað reglugerð sem heimilar innflutning á erfðaefni nautgripa til Íslands.
 
Í tilkynningunni segir ennfremur:
Samkvæmt henni verður heimilt að flytja inn sæði og fósturvísa holdanauta. Tilgangurinn er að efla innlenda framleiðslu á nautakjöti, en Landsamband kúabænda hefur þrýst mjög á að innflutningurinn verði heimilaður. Innflutningur erfðaefnis og eldi á nautgripum, sem af því vaxa, verður háð ströngum skilyrðum og mun Matvælastofnun fylgjast með því að þeim verði framfylgt.  Eingöngu má nota erfðaefnið á sérstökum einangrunarstöðvum sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. 
 
Gangi áætlanir Landssambands kúabænda eftir má gera ráð fyrir að fyrstu gripirnir sem vaxa af innfluttu erfðaefni muni fæðast næsta vor. Eftir það verða að líða 9 mánuðir áður en heimilt verður að flytja gripina af einangrunarstöð.
 
Framleiðsla á nautakjöti innanlands hefur undanfarin ár ekki náð að anna eftirspurn og nam innflutningur á nautakjöti rúmum 1.000 tonnum í fyrra. Stefnir í að meira þurfi að flytja inn til að mæta sífellt meiri eftirspurn. Ekki síst vegna fjölgunar erlendra ferðamanna.
 
Haft er eftir ráðherra að forsenda fyrir aukinni framleiðslu á nautakjöti sé að fá inn til landsins nýtt erfðaefni.  „Spurn eftir nautakjöti hefur aukist stórlega á undanförnum árum og ákvörðunin er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem segir að ríkisstjórnin muni gera íslensum landbúnaði kleift að nýta þau sóknartækifæri sem greinin standi frammi fyrir. Aukin framleiðsla á nautakjöti er svo sannarlega eitt þeirra tækifæra,“ segir ráðherra.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...