Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs samstarfsverkefnis um umhverfis­væna illgresiseyðingu, AGROSUS.

Er um að ræða samevrópskt verkefni og er Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins (RML) þátttakandi. Leitast verður við að afla nýrrar þekkingar í baráttunni við illgresi í ræktun helstu nytjaplantna í Evrópu og leita umhverfisvænna leiða við illgresiseyðingu. Hlutverk RML verður m.a. að afla upplýsinga um aðferðir við illgresiseyðingu hér á landi og prófa nýjar aðferðir. Mun RML hefja þá upplýsingaöflun hjá bændum, hagsmunaaðilum og sérfræðingum á næstu vikum.

Gagnagrunnur fyrir evrópska illgresisstjórnun

Meðal þess sem unnið verður að er gagnagrunnur fyrir evrópska illgresisstjórnun, skoðaðar hindranir og tækifæri varðandi illgresi í landbúnaðarvistfræði, gerðar athuganir á lífrænum illgresiseyðum og frumgerðaprófanir, unnar ráðleggingar til bænda og hvernig stuðla má að betra eftirliti.

Að verkefninu, sem hleypt var af stokkunum í sumar og á að standa yfir í 4 ár, standa 16 samstarfsaðilar frá 11 Evrópulöndum og eru þar á meðal háskólar, samtök, býli, bændasamtök, spænsk rannsóknamiðstöð og RML. Vefur verkefnisins er agrosus.eu.

Skylt efni: Agrosus

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...