Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Tæplega helmingur allra gæra sem féll til í haust var hent.
Tæplega helmingur allra gæra sem féll til í haust var hent.
Mynd / smh
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið illa, þannig að henda hefur þurft tæplega helmingi allra þeirra.

Í 1. og 2. fréttabréfum SS var fjallað um þennan markaðsbrest. Í því fyrra, sem gefið var út 16. september, var talið að um 15 prósent af hvítum gærum af ám og gærum sem flokkist í annan flokk yrði að henda, vegna verðlækkana á mörkuðum frá fyrra ári. Í seinna fréttabréfinu, gefið út 5. desember, er kveðið fastar að orði og staðan sögð hörmuleg. Ekki hafi fundist kaupendur nema fyrir rúman helming gæranna og verð lækkað verulega milli ára. Af þessum sökum hafi félagið hent tæpum helmingi allra gæra sem óvissa var um sölu á, til að spara kostnað við geymslu á þeim.

Tugmilljóna tjón

Áætlað er að tjónið nemi um 30– 35 milljónum króna miðað við markaðsvirði og sölu síðasta árs og kostnaðar við förgun á þeim.

Skýringarnar á markaðsbrestinum eru sagðar vera helstar að síðustu tveir vetur hafa verið óvenju hlýir í Evrópu og sala á gæruflíkum því dregist saman. Stríð í Úkraínu hafi hamlað sölu frá Tyrklandi til Rússlands sem var stór markaður. Loks er nefnt að vegna mjög slæms efnahagsástands í Tyrklandi hafi dregið úr starfsemi margra sútunarfyrirtækja þar í landi sem keyptu íslenskar gærur til vinnslu og sölu.

Ekki heimilt að afhenta hráar gærur

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í svari við fyrirspurn um hvort komið hafi til tals að leyfa fólki að hirða gærurnar sem átti að henda, að umferð utanaðkomandi sé almennt ekki leyfð inn á lóð afurðastöðva og ekki sé heimilt að afhenda hráar gærur svo þetta hafi ekki komið til álita.

Hins vegar kæmi til álita að selja fólki saltaðar gærur þegar þær væru í boði og væri lágmarksmagnið þá væntanlega eitt bretti, eða 300 stykki.

Staðan núna væri hins vegar þannig að allar gærurnar væru seldar sem hirtar voru, svo þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða með öðrum afurðastöðvum.

Skylt efni: Gærur | gæruskinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...