Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Illa gekk að ná samkomulagi í Lima
Fréttir 16. desember 2014

Illa gekk að ná samkomulagi í Lima

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ákvörðun var tekin á fundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Lima aðfararnótt sunnudags um upplegg að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum. Ísland lýsti yfir stuðningi við væntanlegt Parísarsamkomulag.

Illa gekk að ná samkomulagi um meginákvörðun Lima-fundarins og dróst fundurinn mjög á langinn. Drögum að ákvörðun sem lögð voru fram eftir áætluð fundarlok á föstudag var hafnað af mörgum ríkjum. Forseti aðildarríkjaþingsins, umhverfisráðherra Perú, lagði þá fram nýjan texta eftir samráð við helstu aðila, sem var samþykktur á endanum.

Innlegg að Parísarsamkomulagi
Samkvæmt ákvörðuninni eiga ríki að setja sér markmið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum og tilkynna til skrifstofu Loftslagssamningsins á árinu 2015.

Sett verður upp ferli innan samningsins til að meta innsend markmið ríkja og tryggja eftir föngum að þau séu skýr og samanburðarhæf. Stefnt hefur verið í nokkurn tíma að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, sem á að samþykkja á fundi í París í lok 2015, og taka á gildi 2020. Í Lima var gengið frá texta sem innleggi í væntanlegt Parísarsamkomulag, en formleg drög að samningstextanum sjálfum eiga að liggja fyrir í maí 2015.


Einhverjar skuldbindingar um takmörkun losunar
Ákvörðunin í Lima er grunnur fyrir lokalotu samningaviðræðna 2015, sem ljúka á með nýju framtíðarsamkomulagi í París. Þar eiga öll ríki að taka á sig einhverjar skuldbindingar um takmörkun losunar o.fl., en þó misstrangar eftir efnum og aðstæðum.

Nú eru í gildi takmarkanir á losun innan Kýótó-bókunarinnar fram til 2020, en hún tekur þó einungis á um 15% heimslosunar koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda. Einungis Evrópuríki og Ástralía hafa tekið á sig skuldbindingar á 2. tímabili Kýótó, 2013-2020.

Allir helstu losendur eiga hins vegar að setja sér markmið í væntanlegu Parísarsamkomulagi og munar þar mest um Kína og Bandaríkin, en einnig stór og vaxandi þróunarríki eins og Indland og Brasilíu og ríki sem hafa sagt sig frá Kýótó-skuldbindingum eins og Japan og Rússland. Ljóst er hins vegar að þau markmið um losun sem stefnt er að í Parísarsamkomulaginu verða lagalega veikari en í Kýótó-bókuninni og þau verða sett af ríkjunum sjálfum en ekki háð samþykki ríkja Loftslagssamningsins.

Grænn loftlagssjóður
Ýmsar aðrar ákvarðanir voru teknar á Lima-fundinum, m.a. um fjármögnun aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Mörg ríki, þ.á m. Ísland, greindu frá framlögum í Græna loftslagssjóðinn, sem nú nema samtals yfir 10 milljörðum bandaríkjadollara, sem þýðir að sjóðurinn getur tekið til starfa.

Ísland lýsti yfir stuðningi við væntanlegt Parísarsamkomulag á fundinum og áhyggjum af áhrifum loftslagsbreytinga, m.a. á lífríki hafsins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...