Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fulltrúar veitingastaðanna sem tóku við viðurkenningunni Icelandic Lamb Award of Excellence, ásamt Elizu Reid forsetafrú.
Fulltrúar veitingastaðanna sem tóku við viðurkenningunni Icelandic Lamb Award of Excellence, ásamt Elizu Reid forsetafrú.
Mynd / Icelandic Lamb
Fréttir 28. maí 2020

Icelandic Lamb veitti níu veitingastöðum viðurkenningu sína

Höfundur: smh

Markaðsstofan Icelandic Lamb veitti í dag níu veitingastöðum viðurkenningu sína, Icelandic Lamb Award of Excellence, við hátíðlega athöfn í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti Reykjavíkur.

Þetta var í fjórða sinn sem viðurkenningarnar eru veittar, en þær hljóta veitingastaðir sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti ár hvert. Að þessu sinni var sú nýbreytni viðhöfð að veitingastöðunum var skipt í þrjá flokka; sælkeraveitingastaðir (fine dining), bistro og götumatur - og fimm veitingastaðir tilnefndir í hverjum flokki.

Eliza Reid forsetafrú ávarpaði samkomuna og veitti viðurkenningarnar.

Eftirtaldir staðir hlutu að þessu sinni viðurkenningar: 

Sælkeraveitingastaðir

  • Geysir Hótel Restaurant
  • Hver Restaurant
  • Silfra Restaurant

Einnig voru tilnefnd: Geiri Smart og Fiskfélagið.


Bistro

  • Heydalur
  • KK Restaurant
  • Mímir

Einnig voru tilnefnd:  Lamb Inn og Forréttabarinn.

Götumatur

  • Fjárhúsið
  • Lamb Street Food
  • Le Kock

Einnig voru tilnefnd: Shake & Pizza og Icelandic Street Food.

Um 180 staðir í samstarfinu

Um 180 veitingastaðir eru í samstarfi við Icelandic Lamb um notkun á félagamerki við kynningu og markaðssetningu á íslensku. Í ávarpi sínu fagnaði Elizu Reid þeim árangri sem náðst hefur í markaðssetningu á Íslensku lambakjöti til ferðamanna með átaksverkefninu.

Hún sagði að hægt væri að draga þá ályktun að starf Icelandic Lamb og notkun samstarfsaðila á merki þess hafi skilað allt að 23 prósenta aukningu á neyslu ferðamanna á íslensku lambakjöti.  Hún minnti sérstaklega á mikilvægi þess hlutverks sem veitingastaðir og matreiðslumenn spila þegar kynna á land og þjóð erlendis. „Matur er besta leiðin til þess að kynna fólki fyrir íslenskri hefð og menningu. Þegar ég er erlendis finnst mér alltaf gaman að tala um matarmenninguna hér og ekki síst íslenskt lambakjöt,“ sagði  hún.

Sæmundur Kristjánsson, Guðbjörg Gissurardóttir og Pétur Snæbjörnsson sátu í dómnefndinni, en hún lagði mat á markaðs- og kynningarefni staðanna, auk faglegrar þátttöku þeirra í samstarfsverkefninu. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...