Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Mynd / Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Fréttir 22. febrúar 2022

Íbúðum verður fjölgað á Skagaströnd

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Skagaströnd á liðn­um árum, einungis hefur fjölgað um eina íbúð síðast­liðinn áratug þegar byggt var einbýlishús. Íbúðaskortur er farinn að hafa veruleg áhrif. Í núgildandi húsnæðisáætlun sveitar­félags­­ins kemur m.a. fram að skortur á íbúðarhúsnæði komi í veg fyrir eðlilega framþróun sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa nú gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf í þá veru að leita leiða til að fjölga íbúðum og efla stafræna stjórnsýslu á Skagaströnd. Greint er frá yfirlýsingunni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fram kemur að ungt fólk sem vilji snúa heim að loknu námi eða nýir íbúar sem vilja sækja atvinnu til Skagastrandar hafa ekki um mikið að velja. Skortur á húsnæði hamlar fjölgun íbúa í sveitarfélaginu þar sem lítið og stundum ekki neitt íbúðarhúsnæði standi til boða.

Veigamikill þáttur í uppbyggingu atvinnu að hentugt húsnæði sé til staðar

Alexandra Jóhannesdóttir, sveitar­stjóri Sveitarfélagsins Skaga­­strandar, fagnar því framfara­skrefi sem felst í samstarfinu við HMS og vonar að það verði til framtíðar gjöfult þegar kemur að nýbyggingum á Skagaströnd.

„Það er veigamikill þáttur í uppbyggingu á atvinnu í sveitarfélaginu og auknum umsvifum í ferðaþjónustu að til staðar sé hentugt húsnæði fyrir aðila sem vilja setjast að á Skagaströnd,“ segir hún.

Í viljayfirlýsingunni kemur fram að markmið samstarfsins sé að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu m.a. með því að nýta þau úrræði sem stofnunin hafi og auglýsa eftir byggingaaðilum til að taka þátt í að bygga íbúðir í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið og stofnunin muni vinna að því að efla stafræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu m.a. með útgáfu á stafrænni húsnæðisáætlun, markvissri notkun mannvirkjaskrár HMS auk þess að hefja undirbúning við skráningu leigusamninga á svæðinu í húsnæðisgrunn HMS.

Viljayfirlýsingin er hluti af verkefninu Tryggð byggð, sem er samstarfsvettvangur um húsnæðis­uppbyggingu á landsbyggðinni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f