Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í fyrsta skipti fjallað sérstaklega um landeldi
Fréttir 18. janúar 2024

Í fyrsta skipti fjallað sérstaklega um landeldi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að frumvarpi um lagareldi liggja í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnarfrestur rann út í gær.

Í fyrsta skipti er sérstaklega fjallað um „landeldi“ í löggjöfinni, en áður hefur regluverk greinarinnar byggt að mestu á lögum um fiskeldi.

Er þar leitast eftir að draga fram þau sérkenni sem skilja að landeldi frá sjókvíaeldi, sem helgast af ólíku eldisumhverfi og ólíkum áskorunum bæði fyrir rekstraraðila og Matvælastofnun, sem fer með ytra eftirlit með starfseminni en rekstraraðilar með innra eftirlit.

Dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti

Markmið frumvarpsins er að skapa skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar í lagareldi á Íslandi með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Þá er með frumvarpinu stefnt að því að dýravelferð og sjúkdómavarnir verði hér á landi með besta hætti á heimsvísu.

Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum sem ná til sjókvíaeldis. Þar má nefna að áhættumat erfðablöndunar verður gefið út í fjölda fiska, lögfestingu núgildandi friðunarsvæða og friðun Eyjafjarðar og Öxarfjarðar, breytt fyrirkomulag á útfærslu og framkvæmd áhættumats erfðablöndunar, aukið eftirlit Matvælastofnunar, breytingar á leyfilegum lífmassa vegna affalla og lúsasmits og hertar reglur um kynþroska fisk.

Lög um hafeldi sem þó er ekki enn stundað

Þá er í frumvarpinu einnig fjallað um hafeldi, sem er sjókvíaeldi á svæðum sem eru utan friðunarsvæða og viðmiðunarlínu um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Hafeldi er þó ekki enn stundað við Ísland, en aukinn áhugi hefur verið á starfseminni síðastliðin ár. Í greinargerð með frumvarpinu segir að til að komast að því hvort og hvar hafeldi sé vænlegt í íslenskri lögsögu þurfi að ráðast í ítarlegar rannsóknir sem sníða þarf ramma um.

Einnig þurfi að skapa ramma um leyfisveitingaferlið en miklu máli skipti að fyrirsjáanleiki og skýr löggjöf séu fyrir hendi til að styðja við fyrstu skref greinarinnar.

Drögin að frumvarpinu er afrakstur umfangsmikillar stefnumótunarvinnu sem hófst í byrjun árs 2022

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...