Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Í Danmörku fær enginn að kaupa jörð nema hafa þar sjálfur fasta búsetu
Fréttir 19. júlí 2018

Í Danmörku fær enginn að kaupa jörð nema hafa þar sjálfur fasta búsetu

Höfundur: BR/HKr.

Kaup erlendra auðmanna á jörðum víða um land hefur valdið áhyggjum og miklum umræðum. Kveikjan var viðtal Bændablaðsins nýverið við Jóhannes Sigfússon, bónda á Gunnarsstöðum í Þistil­firði, en hann gagnrýndi þar harðlega linkind Íslendinga í þessum málum.


Íslensk stjórnvöld hafa greinilega verið afskaplega lin við að setja skorður við kaup útlendinga á fasteignum og jörðum á Íslandi. Skýla menn sér þar á bak við kröfur og reglugerðir Evrópusambandsins og EES, og virðast um leið ganga mun lengra í þeim efnum en sum aðildarríki ESB. Hafa stjórnvöld látið m.a. nema úr gildi reglugerð sem átti að hemja slík kaup. Var það gert vegna ótta við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sem gerði þó ekki annað en efast um lögmæti reglugerðarinnar.

Danir standa fast á sínum rétti

Þrátt fyrir að Danir séu hluti af Evrópusambandinu þá hafa þeir sett ströng skilyrði fyrir kaupum á bújörðum þar í landi. Um þetta kerfi er ritað á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar. Þar kemur fram að kaupandi þurfi að vera búsettur í Danmörku, eða hafa verið búsettur í Danmörku í samtals 5 ár, samfellt eða samanlagt á fleiri tímabilum megi hann kaupa heilsárshúsnæði án sérstaks leyfis frá danska dómsmálaráðuneytinu.  Það er skýrt tekið fram að hver sá sem kaupir bújörð í Danmörku, skal hafa fasta búsetu á viðkomandi jörð. Þannig er komið í veg fyrir að eignarhald jarða sé fært yfir á fáar hendur.

Regluverki breytt en breytingar síðan afturkallaðar

Árið 2013 setti þáverandi innanríkis­ráðherra, Ögmundur Jónasson, reglugerð sem fól í sér takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á jörðum hér á landi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem skömmu síðar tók við embætti innanríkisráðherra, felldi reglugerðina úr gildi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði áður gert athugasemdir við setningu reglugerðarinnar og dró lögmæti hennar í efa. Stofnunin taldi að reglugerðin væri ekki í samræmi við 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og búsetutilskipun ESB. Engar fregnir hafa hins vegar verið um að Danir hafi þurft að bakka með sínar reglur að kröfu ESA varðandi ströng skilyrði um kaup útlendinga á jörðum þar í landi.

Það sama gangi yfir alla

Árið 2017 var settur á fót starfshópur af þáverandi landbúnaðarráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, til að endurskoða lög um kaup erlendra aðila á bújörðum. Þó að nefndin hafi ekki skilað lokaniðurstöðu segist Einar Ófeigur Björnsson, fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni, leggja áherslu á að ræktunarland sé ekki tekið undir aðra starfsemi. Það eigi við um byggingar, golfvelli, vegi og fleira. Hann, og stjórn BÍ, vilji fyrst og fremst stuðla að því að það sé ábúð á sem flestum jörðum og þar sé stunduð einhvers konar starfsemi sem kallar á að fólk sé á staðnum sem tekur þátt í samfélaginu á svæðinu. Taka þurfi á þeim málum á sviði sveitarstjórna. Ekki sé hægt að setja sérreglur um þá sem eru aðilar að EES og því verði sömu reglur að gilda fyrir alla, sama hvort þeir eru Íslendingar, Evrópubúar eða búa í öðrum heimsálfum. 

Skylt efni: Jarðakaup | Ísland | Danmörk

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...