Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Verðlaunakýrin, Særós, sem þykir fegurst allra kúa á Íslandi. Eins og sjá má er hún hyrnd og mjög falleg á litinn.
Verðlaunakýrin, Særós, sem þykir fegurst allra kúa á Íslandi. Eins og sjá má er hún hyrnd og mjög falleg á litinn.
Mynd / Guðbergur Egill Eyjólfsson
Fréttir 8. október 2025

Hyrndar kýr eru innan við 1% af stofninum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil aðsókn hefur verið í dýragarðinn Daladýrð í Brúnagerði við Vaglaskóg í sumar.

Bændurnir og eigendur dýragarðsins Daladýrðar í Brúnagerði við Vaglaskóg í Fnjóskadal, þau Hrefna Björk og Guðbergur Egill. Mynd / Aðsend

„Ég er enn formaður Búkollu, sem barðist á móti innflutningi norska kúakynsins, og nú erum við komin með fjórar hyrndar kýr því við ætlum að leggja okkar af mörkum við að bjarga hyrndu kúnni en hún er orðin innan við 1% af stofninum. Við eigum fjórar hyrndar kýr, sem við erum mjög stolt af,“ segir Hrefna Björk Sigurðardóttir, en hún og maður hennar, Guðbergur Egill Eyjólfsson, eru með dýragarðinn Daladýrð í Brúnagerði við Vaglaskóg í Fnjóskadal með kýrnar sínar og annan búpening, sem vekur alltaf mikla athygli gesta.

Skrautlegasta kýrin

Þá má geta þess að kýrin Særós, sem er sægrá og hyrnd, var nýlega útnefnd skrautlegasta kýrin í myndasamkeppni hjá „Slow Food“ samtökunum.

„Dýragarðurinn gengur mjög vel og það verður opið hjá okkur í allan vetur eins og alltaf, eða frá klukkan 11.00 til 18.00 alla daga vikunnar,“ segir Hrefna Björk.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...