Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lilja Rafney Magnúsdóttir í ræðustól á Hótel Qaqartoq á Grænlandi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir í ræðustól á Hótel Qaqartoq á Grænlandi.
Fréttir 21. september 2016

Hyggjast stuðla að vinnslu á bandi úr mislitri ull af stuttrófufé

Höfundur: KS /HKr.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og fulltrúi í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, lagði fram tillögu um stuðningsyfirlýsingu við regnhlífarsamtökin Systur á ársfundi ráðsins í Qaqortoq á Suður-Grænlandi á dögunum. 
 
Ráðið samþykkti tillöguna og mun hún verða til að greiða fyrir áformum Systra um að koma á fót smáspunaverksmiðjum til vinnslu á ull, einkum mislitri, í þeim löndum þar sem fé af norræna stuttrófukyninu er að finna. Íslenski fjárstofninn er af þessum uppruna og einnig fé í Færeyjum, á Grænlandi, í Noregi og á Gotlandi. 
 
Regnhlífarsamtökin Systur hyggjast stuðla að vinnslu á bandi úr mislitu ullinni sem verði unnið í smáum spunaverksmiðjum.
 
Þessar ullarvinnslur verða smáar í sniðum hver og ein en með því að tengja starfsemi þeirra saman er unnt að mynda öflugan framleiðslu- og viðskiptagrundvöll og stuðla að vöruþróun. 
 
Ullarbandið, sem framleitt verður á vegum Systra, verður hvorki blandað erlendri ull né gerviefnum og lögð verður áhersla á að láta hina sérstöku eiginleika ullarinnar njóta sín sem best. 
 
Með réttri nýtingu ætti að vera unnt að gera verðmæta vöru úr hráefni sem nú er vannýtt en til þess þarf verulegt þróunarstarf.
 
Stuðningur Vestnorræna ráðsins við fyrirætlanir Systra um ullarvinnslu er því mikilvægur.
 

Skylt efni: ull | stuttrófufé

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f