Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hyggjast reisa 88 megavatta rafgreiningarstöð til að framleiða vetni í stórum stíl
Fréttir 8. febrúar 2021

Hyggjast reisa 88 megavatta rafgreiningarstöð til að framleiða vetni í stórum stíl

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gerður var samningur um miðjan janúar við framleiðsludeild Thyssenkrupp Uhde Chlorine Engineers á vistvænu vetni (Green Hydrogen product division) í því skyni að byggja 88 megavatta (MW) vatnsrafgreiningarverksmiðju í Kanada. Samningurinn er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun.

Verkefnið snýst um að setja upp rafgreiningarverksmiðju til að framleiða vetni fyrir kanadíska ríkisorkufyrirtækið Hydro-Québec sem er einn stærsti vatnsaflsorku­framleiðandi í Norður-Ameríku. Vatnsgreininga­r­verksmiðjan verður byggð í Varennes í Quebec og á að framleiða 11.100 tonn af grænu vetni árlega.

Bæði vetnið og súrefnið sem er aukaafurð rafgreiningarferlisins, verður notað í lífeldsneytisverksmiðju til að framleiða lífeldsneyti úr sorpi fyrir flutningageirann.

Afl rafgreiningarverksmiðjunnar verður 88 megawött (MW) og verður þetta ein stærsta framleiðslueining fyrir grænt vetni í heiminum. Gangsetning er áætluð síðla árs 2023.

„Þetta verkefni er frábær lýsing á því hversu mikilvægt samspil öruggs aðgangs að samkeppnis­hæfri endurnýjanlegri orku og notkun skalaðrar tækni til vetnis­framleiðslu er,“ segir Sami Pelkonen, framkvæmdastjóri Chemical & Process Technologies rekstrar­einingar Thyssenkrupp.

Denis Krude, forstjóri Uhde, klór­verkfræðideildar Thyssenkrupp, bætir við:

„Quebec sem svæði og Hydro-Québec sem viðskiptavinur bjóða upp á kjöraðstæður til að setja vatnsrafgreiningartækni okkar í margra megavatta kvarða í fyrsta skipti.“

Vetnisframleiðsla með raf­grein­ingu á vatni er vart talin samkeppnishæf sem orkumiðill nema það sé framleitt í stórum skala. Rafgreining vatns frá Thyssenkrupp upp á nokkur hundruð megavött er talin ná þeirri stærðarhagkvæmni sem sóst er eftir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...